Menntamál - 01.12.1961, Side 26
212
MENNTAMÁL
Oft er auðvelt að benda á auðkenni taugaveiklunar, en
það krefst yfirleitt allmikillar sálfræðilegrar þekkingar og
reynslu að skera úr því, hvort hin geðrænu vandamál eru
orsök eða afleiðing lestrarörðugleikanna. En mikilvægt
er að greina þessi atriði rétt í tæka tíð, ef meðferðin á
að vera viðhlítandi.
Þá vil ég enn minnast á flokk, sem ég kalla uppeldislegt
treglæsi. Auðkenni þessa treglæsis eru oft mjög sundur-
leit, bæði skekkjurnar og ferill þeirra. Þetta kemur oft
fyrir hjá börnum, sem hafa ekki náð íullum skólaþroska
við byrjun námsins, og fylgir því oft almennt áhugaleysi.
Barnið hefur t. d. oft ekki náð nægilegum verkþroska, og
komum við hér að mjög mikilvægu atriði. Skipuleg lestr-
arkennsla er aðeins veitt í fyrsta og ef til vill öðrum bekk
barnaskólanna, síðar er yfirleitt aðeins um að ræða lestr-
aræfingar. Flest börn hafa líka náð valdi á undirstöðu-
atriðum lestrarins í fyrsta eða öðrum bekk, en sá hópur,
sem ekki var orðinn skólaþroska á þessum tíma, lendir
síðar í sérstökum örðugleikum, ef heimili og skóli leggjast
ekki á eitt við að leysa vandann. Þá getur uppeldislegt
treglæsi komið fram, þegar starfshættir skóla og heimilis
eru mjög ólíkir. Af þessum sökum er nauðsynlegt, að skól-
inn láti heimilin fylgjast með starfsháttum sínum, og
fer skilningur á því yfirleitt vaxandi.
Ef tími hefði verið til, myndi ég hafa talið fram fleiri
afbrigði af lestrarörðugleikum, sem eðlilegt er að flokka
saman. Ég mun þó ekki gera það, heldur víkja að sér-
stöku vandamáli, og á ég þá við börn, sem alast upp við
mismunandi málfar á heimili og í byggðahverfi. Glöggt
dæmi um þetta eru börn, sem flutt hafa stað úr stað og þá
sérstaklega börn flóttamanna, þar sem foreldrar báðir
tala framandi tungu. Hið blandaða mál, sem börn þessi
kynnast, veldur þráfaldlega lestrar- og stafsetningarörð-
ugleikum.
Hér að framan hef ég aðeins drepið á nokkur þau