Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Page 45

Menntamál - 01.12.1961, Page 45
MENNTAMAL 231 leg. Hana mætti nota í hljóðfræði handa börnum og ung- lingum, en kennsla í þeirri grein ætti að ganga fyrir ann- arri málfræðikennslu. Einnig væri hún nauðsynleg í fram- burðarorðabókum við hæfi almennings. Væri að slíkum ritum hið mesta hagræði fyrir kennara, söngvara, upp- lesara, leikara og marga fleiri. Ekki þarf að ræða nauð- syn þess, að kennarar hafi hentugar bækur til stuðnings í þeim mikilvæga þætti móðurmálskennslunnar, sem hljóð- fræðin er. Leitt er fyrir söngvara, sem læra listir sínar á mörgum árum í suðrænum löndum, að vera að því loknu fákunnandi um sum frumatriði í grein sinni, svo sem hvernig syngja beri orðin hjarta, piltur og myrkur. Upp- lesarar og leikarar þurfa auðvitað að geta haft á valdi sínu helztu mállýzkur landsins, þegar svo ber undir, en um leið gætu þeir lært annað, sem er kannski ennþá tíma- bærara, að forðast mállýzkurugling og tilgerð, sem brýt- ur í bága við aldagamlar framburðarvenjur. Hér skal nú gerð grein fyrir hljóðritun, sem er ekki miklu ónákvæmari en hljóðritunin í orðabók Blöndals. Allir bókstafir, sem hér eru notaðir, eru til á íslenzkum ritvélum. Reynt er að víkja eins lítið frá hefðbundnum stafsetningarreglum íslenzkunnar og mögulegt er, svo sem um táknun á tvíhljóðum og lengd sérhljóða, aðblæstri, fráblæstri, röddun og röddunarleysi samhljóða. Þessi skil- yrði gera hljóðritunina að vísu flóknari en ella. Þó er fimm bókstöfum sleppt, é, x, y, ý og z, en aðeins tveim bætt við í staðinn, q og w. Þetta stafróf er því einfaldara en hið hefðbundna, og má hiklaust fullyrða, að þessi hljóð- ritun sé auðlærðari en stafsetningin er nú. Sést það glöggt af því dæmi, að hljóðið ei hefur hér aðeins eitt tákn, en í núgildandi stafsetningu má tákna þetta sama hljóð á tíu vegu: ei, e, eg, egj, ey, eyj, eygj, eig, eigj, eyg. Bókstafurinn q sem bætt er við stafrófið merkir sama hljóð og g í orðinu dagur, en g er látið tákna sama hljóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.