Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Page 56

Menntamál - 01.12.1961, Page 56
242 MENNTAMÁL Flestir unnu í sveit, eða 30%, um 15% voru í fiskvinnu og 12% í Vinnuskóla Reykjavíkur. Allmargir piltar unnu venjulega verkamannavinnu, eða um 7.5%, um 2.4% við byggingar, og 2.8% fóru á sjóinn. Mikill hluti þessara ung- linga hefur unnið allt leyfið, til dæmis flestir, sem voru í sveit. Aðrir hafa tekið sér eitthvert sumarleyfi, en venju- lega stutt, eina eða tvær vikur. Ég nefndi áðan Vinnuskóla Reykjavíkur og tel rétt að fara um hann nokkrum orðum. Vinnuskólinn tók til starfa árið 1951, og vinna bæði piltar og stúlkur 13—15 ára á vegum hans. Hann er rekinn af Reykjavíkurbæ með sér- stakri forstöðunefnd. Vinnan er að mestu leyti útivinna við skógrækt, landbúnaðarstörf, sjóvinnu, í skrúðgörðum, íþróttasvæðum og barnaleikvöllum. Lögð er áherzla á að kenna rétt vinnubrögð og venja unglingana á skyldurækni í starfi og snyrtimennsku í frágangi. Vinnutíminn er stuttur, 5—6 stundir dag hvern og kaupið lágt. Samt sem áður er mikil aðsókn að skólanum, því að foreldrar vilja gjarnan að unglingarnir vinni yfir sumartímann, og skól- inn að nokkru leyti til kominn vegna þeirra óska borgar- anna. Reyndir kennarar annast verkstjórn í skóla þessum, sem starfar frá júníbyrjun til ágústloka. Margt mætti ræða um þessa sumarvinnu unglinganna, en hér verður aðeins drepið á fátt eitt. Menn eru sam- mála um, að hin raunhæfu kynni af atvinnuvegum þjóð- arinnar séu mjög jákvæð og þroskandi, ekki sízt dvöl borgarbarna í sveit, svo og hæfileg líkamleg áreynsla. í því er falin allveruleg starfsfræðsla. Einnig geta fjár- munir þeir, sem unnið er fyrir, komið í góðar þarfir, og atvinnuvegum þjóðarinnar er drjúgur styrkur að þess- um vinnukrafti. Hins vegar getur kappið stundum orðið um of, vinnan of erfið og vinnutími lengri en skyldi. Gæti þetta ekki sízt komið hart niður á þeim, sem mikið þurfa fyrir náminu að hafa á veturna og fá þá aldrei nægilega hvíld.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.