Menntamál


Menntamál - 01.12.1961, Síða 65

Menntamál - 01.12.1961, Síða 65
MENNTAMÁL 251 ari sem skipulagningin er og því fjarlægara sem mark- miðið er. Hér mun verða vikið lítið eitt að því að skipuleggja nám með hliðsjón af nálægu markmiði. Hver sá, er stundar sjálfstætt nám eða hyggst ljúka háskólaprófi, verður að byrja á því að gera sér grein fyrir efninu. Áður en byrjað er á bók, er rétt að fletta henni og gera sér almenna grein fyrir, hversu þung hún sé. Með því móti getur maður gert sér nokkuð ljóst, hversu tímafrek hún reynist. Mikilvægt er að temja sér fastan námstíma á degi hverjum, hvort sem maður ræður yfir deginum öllum eða ekki til náms- ins. Freistandi er að snúa sér þá aðeins að bókunum, er maður „er vel upplagður". Þá daga er e. t. v. lesið fram á nótt og í aðra tíma eru bækurnar látnar eiga sig. Hér get- ur að sjálfsögðu verið eðlismunur á námsmönnum. En al- mennt hefur reynslan sannað, að þeir ná beztum árangri, sem temja sér fastan starfstíma. Margt af því, sem kallað er góð skapgerð, er ekkert annað en fast kerfi af sjálfvirk- um venjum. í byrjun verður maður oft að berjast við sjálf- an sig í hvert sinn, sem nám er hafið, en þegar frá líð- ur, verður starfið eðlilegt og jafnvel finnur maður til löng- unar að vinna ekki eingöngu á ákveðnum tíma, heldur einnig á ákveðnum stöðum. Þá hefur maður tileinkað sér eðlileg skil á starfi og hvíld. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið við háskólann í Stokkhólmi, leiddu í ljós, að þar voru helmingi fleiri stúdentar með föstum námsvenjum, er luku góðum prófum, en í flokki hinna, sem tóku léleg próf. Skynsamleg skipulagning á námi gætir þess, að sneitt sé hjá þarflausri þreytu og ofþreytu. Bágt er að skilja eft- ir mikið ólesið efni til upplestrarleyfis. Þá koma fljótt þreytumerki í ljós, en þreytan dregur úr námsárangrin- um, og námsefnið festist illa í minni, sakir aftur- og fram- virkra námsstafa. Einbeittur próflestur kemur því aðeins að haldi, að efnið hafi áður verið numið með skynsamlegri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.