Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 65
MENNTAMÁL
251
ari sem skipulagningin er og því fjarlægara sem mark-
miðið er.
Hér mun verða vikið lítið eitt að því að skipuleggja nám
með hliðsjón af nálægu markmiði. Hver sá, er stundar
sjálfstætt nám eða hyggst ljúka háskólaprófi, verður að
byrja á því að gera sér grein fyrir efninu. Áður en byrjað
er á bók, er rétt að fletta henni og gera sér almenna grein
fyrir, hversu þung hún sé. Með því móti getur maður gert
sér nokkuð ljóst, hversu tímafrek hún reynist. Mikilvægt
er að temja sér fastan námstíma á degi hverjum, hvort
sem maður ræður yfir deginum öllum eða ekki til náms-
ins. Freistandi er að snúa sér þá aðeins að bókunum, er
maður „er vel upplagður". Þá daga er e. t. v. lesið fram á
nótt og í aðra tíma eru bækurnar látnar eiga sig. Hér get-
ur að sjálfsögðu verið eðlismunur á námsmönnum. En al-
mennt hefur reynslan sannað, að þeir ná beztum árangri,
sem temja sér fastan starfstíma. Margt af því, sem kallað
er góð skapgerð, er ekkert annað en fast kerfi af sjálfvirk-
um venjum. í byrjun verður maður oft að berjast við sjálf-
an sig í hvert sinn, sem nám er hafið, en þegar frá líð-
ur, verður starfið eðlilegt og jafnvel finnur maður til löng-
unar að vinna ekki eingöngu á ákveðnum tíma, heldur
einnig á ákveðnum stöðum. Þá hefur maður tileinkað sér
eðlileg skil á starfi og hvíld. Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið við háskólann í Stokkhólmi, leiddu í ljós, að þar voru
helmingi fleiri stúdentar með föstum námsvenjum, er luku
góðum prófum, en í flokki hinna, sem tóku léleg próf.
Skynsamleg skipulagning á námi gætir þess, að sneitt sé
hjá þarflausri þreytu og ofþreytu. Bágt er að skilja eft-
ir mikið ólesið efni til upplestrarleyfis. Þá koma fljótt
þreytumerki í ljós, en þreytan dregur úr námsárangrin-
um, og námsefnið festist illa í minni, sakir aftur- og fram-
virkra námsstafa. Einbeittur próflestur kemur því aðeins
að haldi, að efnið hafi áður verið numið með skynsamlegri