Menntamál - 01.12.1961, Síða 67
MENNTAMÁL
253
milli starfs og hvíldar. Ekki er ávinningur að því að
skerða nætursvefn með lestri, námsgetan þverr, ef nem-
andann brestur svefn. Mönnum virðist þá ranglega, að
þeir læri meira, af því að þeir vinna meira. Hollt er að
gera líkamsæfingar, áður en námið er hafið. Slíkt veitir
andlega slökun, sem bætir námið. Gönguferðir og íþróttir
almennt eru vel til þessa fallnar. Það hefur komið 1 Ijós,
að stúdentar þeir, er stunda vel íþróttir, ná betri námsár-
angri en hinir, er ekki gefa sig að neins kyns líkamsæfing-
um. Af þessu má að sjálfsögðu ekki álíta, að æfingarnar
séu skilyrði fyrir hinum góða námsárangri. Sameiginlegur
þáttur getur verið forsenda hvors tveggja. Víst er þó, að
svo virðist sem nám stúdentanna gjaldi þess ekki, þó að
þeir verji drjúgum tíma til íþrótta.
Hve langar eiga svo vinnuloturnar að vera? Þetta efni
hefur verið rætt mikið, meðal annars þegar ákveðin hefur
verið lengd á kennslustundum. Almennt svar er ekki til við
þessari spurningu, því að æskilegasta lengd vinnulotunn-
ar eru mjög komin undir því efni, sem fengizt er við. Ef
læra skal kafla í sagnfræðilegri handbók, getur lotan verið
mun lengri heldur en við utanbókarnám á stærðfræðileg-
um formúlum. Af 178 stúdentum við háskólann í Stokk-
hólmi var Va hlutinn vanur að lesa tvær klukkustundir í
senn, þar sem -/* lásu í lengri lotum. Piltarnir höfðu
styttri lotur en stúlkurnar. Nauðsynlegt er að skjóta hvíld-
arstundum inn á milli. Sama rannsókn leiddi í ljós, að um
það bil 50% stúdentanna höfðu hvíldirnar skemmri en
20 mínútur.
Börn eiga örðugt með að.einbeita sér í langan tíma.
Aukið þol í þessu efni er merki um aukinn þroska.
Umhverfi námsmannsins.
Margt truflar námsmanninn í nútíma samfélagi. Oft
er næsta örðugt að einbeita sér að samfelldu námi og njóta
æskilegs næðis sakir þrengsla heima fyrir. Þá er og mikið