Menntamál - 01.12.1961, Síða 70
256
MENNTAMÁL
Þær eru námstæki og skulu bera nokkur merki hlutverks
síns. Námið verður mun virkara, ef strikað er undir, at-
hugasemdir gerðar á spássíu, efnisatriði sundurliðuð og
tölusett og athugasemdir skráðar á miða. Helzt er hætta
á, að of víða sé strikað undir. Slíkt er þægilegt, en gagns-
laust því miður, þar eð undirstrikanirnar eru þá ekki leng-
ur þáttur í hinu virka námsstarfi.
3. Numið er með gagnrýni og íhugun. Ef námsefnið
sjálft er rökrænt stuðlar það mjög að betri árangri, ef
námsmaðurinn leitast jafnan við að skera úr því, hvort
ályktanir höfundar séu réttar og forsendur ályktananna
fullnægjandi o. s. frv.
4. Námsmaðurinn endursegir efnið með eigin orðum.
Yfirleitt þarf hann að vera við því búinn að skila efninu
munnlega eða skriflega fyrr eða síðar. Það er því hag-
kvæmt að þjálfa sig þegar í og með náminu við að greina
frá efninu með eigin hætti. Einkum er þetta mikilvægt,
ef kennslubókin er á erlendu máli. Hætt er við ella, að
nemandinn bindist um of við sérfræðilegt orðalag hinn-
ar erlendu bókar og honum verði rétt orð móðurmálsins
ekki tiltæk, þegar að prófi kemur. Hitt gerist einnig,
að nemandinn sé of háður orðfæri bókarinnar, þótt móð-
urmál hans sé. Því er oft gott, um leið og lesið er, að
skrifa niður hjá sér sennileg prófverkefni, sem nemand-
inn leitast síðan við að svara að lestri loknum. Þetta er
eigi aðeins mjög virkt nám, heldur er það og prýðilegur
undirbúningur fyrir próf að gera slíka útdrætti úr náms-
bókunum.
5. Starfa má í félagi við skólasystkini. Slíkt er nota-
drýgst, ef félagarnir koma saman, eftir að hver um sig
hefur lesið bók þá eða kafla þann, er um skal fjalla. Það
á sem sagt ekki að lesa í sameiningu, slíkt er eigi aðeins
truflandi, heldur rétt og slétt út í bláinn. Með þessum
hætti fá menn hins vegar ágæta þjálfun í að endursegja,
og er þá einkum fjallað um meginatriði. Áheyrendur sjá