Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 73
MENNTAMÁL
259
að leita skýringar á því fyrirbæri, að meira veltur á
lengd námslotanna en hvíldanna.
Það fer eftir eðli námsefnis og þroskastigi námsmanns,
svo sem aldri, greind og menntun, hversu námslotum
verður haganlegast fyrir komið. Almennt má þó fullyrða,
að betur gefist að læra af kappi í stuttum lotum heldur
en að breyta lotulengdinni öðru veifi. Rannsókn á náms-
háttum stúdenta hefur leitt í ljós, að þeir ná betri árangri,
sem læra af atorku í hlutfallslega stuttum lotum með
stuttum hvíldum, en hinir, sem lengri höfðu lotur og
hvíldir.
Ýmiss konar afbrigðilegir örðugleikar geta komið í
ljós, ef menn ganga fram af sér í próflestri, eigi aðeins
afturvirkar og framvirkar námstafir, heldur er líka geð-
rænum lokum skotið fyrir góðan framgang. Margir þeir
stúdentar, er geymt hafa ólesnar bækur til síðustu dægra
fyrir próf, kannast við, hversu þeir „sjá allt svart“, eigi
aðeins við lesturinn heldur og í prófinu sjálfu. Þeim er
hollast, sem eiga í vændum próf eða yfirheyrslu í um-
fangsmiklu efni, að lesa kafla af kafla og bók af bók í
tæka tíð, en safna því ekki saman og ætla að vinna það í
ótíma. Frumlestur er afleitur fyrir próf, próflesturinn á
að veita yfirsýn og glöggvun á sérstökum atriðum.
í stöku grein gefur það góða raun að gera útdrætti úr
köflum bókar eða jafnvel heilum bókum. Útdrættirnir eiga
ekki að geyma sundurlausar staðreyndir einar, heldur
veita heildarsýn yfir efnið og skýra samhengi þess. Út-
drættirnir eiga ekki heldur að koma og geta ekki kom-
ið í staðinn fyrir bókina, þeir eru handa þeim, er samdi
þá. Þeir bera stílmörk hans, og þeir auðkennast af lagi
hans við að skipuleggja og innbyrða námsefnið. Öðrum
koma þeir helzt að haldi við að gleypa í sig sundurlausar
staðreyndir. Við ritun þeirra er margt fellt niður, er í
hug kemur við lesturinn. Þegar eigin útdráttur er lesinn
að nýju, vakna þau hugtengsl aftur. Stök atriði í útdrætt-