Menntamál - 01.12.1961, Qupperneq 122
308
MENNTAMÁL
samræmi við þennan megintilgang, en minni áherzla skal
lögð á ýmsan fróðleik um málið, er lítt eða ekki stuðlar að
því að ná framangreindu markmiði.
1) Fundurinn leggur til, að fræðslumálastjórn láti fara
fram rannsókn á tíðni orða og orðmynda í íslenzku með
hliðsjón af stafsetningarkennslu. Bendir hann í því sam-
bandi á, að samkvæmt nýjustu frönskum rannsóknum
(frá 1954) eru 100 algengustu orðin 60% af hvaða texta
sem er, 1000 algengustu orðin 85% og 4000 algengustu
orðin 97.5%. 1 íslenzku skipta einstakar orðmyndir ekki
síður máli en einstök orð, og yrði því að taka fullt tillit til
þeirra í rannsókninni (sbr. viðtengingarhætti, t. d. dragi,
drægi; ýmsar sagnmyndir, t. d. sezt og setzt, o. s. frv.).
Sýnt er, að stafsetningarkennslan á umfram allt að bein-
ast að algengustu orðunum og orðmyndunum. Um önnur
atriði má ávallt leita til stafsetningaorðabóka.
2) Fundurinn leggur til, að fræðslumálastjóri beini
þeim fyrirmælum til barnaskóla og gagnfræðastigsskóla,
að meiri rækt sé lögð við talmálið en nú er gert. Reynt sé að
útrýma hljóðvillu og æfður sé skýr og eðlilegur framburð-
ur, reynt sé að halda í staðbundin, æskileg framburðar-
einkenni (sbr. tillögur um framburð, sem birtust í Skírni
1955, sjá bls. 90—92), t. d. hv-framburð og harðmæli, en
á linmælissvæðum sé reynt að vinna á móti útbreiðslu og
þróun linmælis. Telur fundurinn, að meðal annars megi
vinna að þessu með því að láta nemendur segja sjálfstætt
frá í áheyrn bekkjarins, en sum atriðin þyrfti að fela sér-
fróðum mönnum, t. d. útrýmingu hljóðvillunnar.
3) Fundurinn leggur til, að dregið verði nokkuð úr
kennslu í setningarfræði á gagnfræðastigi og til nokkurra
muna úr kennslu í kommusetningu. Æskilegt er, að skrif-
uð verði ný kennslubók í setningarfræði til notkunar á
gagnfræðastigi með framangreint sjónarmið í huga.
4) Enn fremur leggur fundurinn til, að aukin áherzla
verði lögð á fræðslu um hljóðkerfi íslenzks nútímamáls,