Menntamál


Menntamál - 01.12.1966, Page 34

Menntamál - 01.12.1966, Page 34
240 MENNTAMAL orðafjölda skipað niður á efnishluta frumtextans í réttu hlutfalli við mismunandi efnisfylld þeirra. En hvernig á þá að kenna nemendum að dæma rétt um efnislegan mis- mun hinna einstöku hluta textans? Fimmta regla kveður á urn það: nemandinn skal undirstrika þau orð, sem hann telur sérstaklega mikilvæg fyrir meginhugsun textans. Þurfa hin undirstrikuðu orð að vera í innra samhengi, ef unnt er. í heild mynda þau eins konar beinagrind útdráttarins. Þessi beinagrind er síðan notuð við endanlega samningu útdrátt- arins, og skipast þá orðafjöldinn niður eftir efnisfylld ein- stakra hluta sem af sjálfu sér: því fleiri sem undirstrikuð orð eru í efnisgrein, þeim mun stærri hluta af heildarorða- fjölda útdráttar ber að helga þeirri efnisgrein. Að lokum Ies nemandinn vandlega aftur yfir frumtextann og ber hann saman við útdráttinn eins og sjötta og síðasta regla mælir fyrir. Verður hann þá að huga vandlega að hugsanlegum merkingarmun. Útdrátturinn verður einnig að vera stílræn heild og fara vel í framsögn. Þannig stuðla útdrættir ekki einungis að þroskun dómgreindar heldur einnig stílvitund- ar. Hvernig ber að skilgreina, hvað er endursögn? Ef við lít- um til þeirrar venju, sem tíðkazt hefur í skólum hér um svonefndar endursagnir, er bersýnilegt, að næsta lítið er á henni að græða. Kennarinn les upp fyrir nemendum stutta frásögn, einu sinni eða tvisvar, og segir þeim síðan að skrifa hana eftir minni. Æfingargildi slíkra endursagna er ekki mikið. Nemendur hafa misjafnt minni; reynir sérhver að tína l’ram allt er hann man úr frásögninni og hirðir þá oft h'tið um rétt hlutföll milli aðalatriða og aukaatriða. Kenn- arar hafa því neyðzt til að nota nær einungis einfaldar frá- sagnir sem endursagnarverkefni. Hafa stuttar þjóðsögur ver- ið vinsælar í þessu skyni. Þótt æfingum af þessu tæi sé ekki alls varnað, fer því fjarri, að hér sé endursagnarformið hagnýtt sem skyldi. Endursögn má skilgreina sem einföldun texta. Þar sem út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.