Menntamál - 01.12.1966, Síða 34
240
MENNTAMAL
orðafjölda skipað niður á efnishluta frumtextans í réttu
hlutfalli við mismunandi efnisfylld þeirra. En hvernig á
þá að kenna nemendum að dæma rétt um efnislegan mis-
mun hinna einstöku hluta textans? Fimmta regla kveður
á urn það: nemandinn skal undirstrika þau orð, sem hann
telur sérstaklega mikilvæg fyrir meginhugsun textans. Þurfa
hin undirstrikuðu orð að vera í innra samhengi, ef unnt er.
í heild mynda þau eins konar beinagrind útdráttarins. Þessi
beinagrind er síðan notuð við endanlega samningu útdrátt-
arins, og skipast þá orðafjöldinn niður eftir efnisfylld ein-
stakra hluta sem af sjálfu sér: því fleiri sem undirstrikuð
orð eru í efnisgrein, þeim mun stærri hluta af heildarorða-
fjölda útdráttar ber að helga þeirri efnisgrein. Að lokum
Ies nemandinn vandlega aftur yfir frumtextann og ber hann
saman við útdráttinn eins og sjötta og síðasta regla mælir
fyrir. Verður hann þá að huga vandlega að hugsanlegum
merkingarmun. Útdrátturinn verður einnig að vera stílræn
heild og fara vel í framsögn. Þannig stuðla útdrættir ekki
einungis að þroskun dómgreindar heldur einnig stílvitund-
ar.
Hvernig ber að skilgreina, hvað er endursögn? Ef við lít-
um til þeirrar venju, sem tíðkazt hefur í skólum hér um
svonefndar endursagnir, er bersýnilegt, að næsta lítið er á
henni að græða. Kennarinn les upp fyrir nemendum stutta
frásögn, einu sinni eða tvisvar, og segir þeim síðan að skrifa
hana eftir minni. Æfingargildi slíkra endursagna er ekki
mikið. Nemendur hafa misjafnt minni; reynir sérhver að
tína l’ram allt er hann man úr frásögninni og hirðir þá oft
h'tið um rétt hlutföll milli aðalatriða og aukaatriða. Kenn-
arar hafa því neyðzt til að nota nær einungis einfaldar frá-
sagnir sem endursagnarverkefni. Hafa stuttar þjóðsögur ver-
ið vinsælar í þessu skyni.
Þótt æfingum af þessu tæi sé ekki alls varnað, fer því
fjarri, að hér sé endursagnarformið hagnýtt sem skyldi.
Endursögn má skilgreina sem einföldun texta. Þar sem út-