Menntamál


Menntamál - 01.12.1966, Síða 35

Menntamál - 01.12.1966, Síða 35
MENNTAMÁL 241 dráttur er meginatriði texta i samþjöppuðu formi, þá er endursögn á hinn bóginn textinn allur sagður á einfaldari hátt. Sú einföldun er m. a. fólgin í því að fella niður alla skrúðmælgi, sem engin áhrif hefur á merkingu textans, og færa til einfaldara máls þau málbrögð, samlíkingar og þess háttar, sem raunverulega segja eitthvað. Löng orð og óvenju- leg eru látin víkja fyrir öðrum algengari og einfaldari. Flók- in setningaskipun er og einfölduð, óljós framsetning gerð l jósari, orðavaðall skorinn niður. Endursagnarefni ætti því að öllum jafnaði ekki að lesa fyrir nemendum, heldur leggja fyrir þá, þ. e. þeir fái að hafa verkefnið hjá sér, lesa það ylir eins oft og þeir vilja og semji síðan endursögn með stöðuga hliðsjón af æfingartext- anum samkvæmt þeirri skilgreiningu á endursögn, sem ég gat um áðan. Heppilegust æfingarefni til endursagnar eru þeir textar, sem einkennast af málalengingum, tilgerð og flókinni setningaskipan, því að þær gefa flest tilefni til ein- földunar. Þess skal vel gætt, að ekkert merkingaratriði, sem gildi hefur, fari forgörðum. Ef nemanda tekst með endur- sögn sinni að breyta illa skrifuðum texta í einfaldari og betri verður ekki til meira ætlazt. Ritþjálfunargildi slíkra æfinga er ótvírætt, enda ætti að iðka endursagnir í þessu formi reglulega í öllum bekkjum gagnfræðastigs. Ég vil taka fram í þessu sambandi að ég tel að endursagnir með gamla laginu eigi þó rétt á sér til tilbreytingar, einkum í yngri bekkjum. Ég hef fram að þessu reynt að fjalla um almenna ritþjálf- un í barna- og unglingaskólum frá ýmsum hliðum, án þess þó að liafa minnzt sérstaklega enn á eiginlega ritgerðasmíð, en samning ritgerða hefur verið hjá okkur aðalþáttur, ef til vill er óhætt að segja hinn eini þáttur ritsköpunar í skólum, sem sýnd hefur verið nokkur rækt. Eins og ég hef tekið fram tel ég að því aðeins sé hægt að tala um raun- verulega ritgerðasmíð, að á undan hafi farið mikil og al- menn ritþjálfun í víðustu merkingu þess orðs, allt frá því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.