Menntamál - 01.12.1966, Qupperneq 35
MENNTAMÁL
241
dráttur er meginatriði texta i samþjöppuðu formi, þá er
endursögn á hinn bóginn textinn allur sagður á einfaldari
hátt. Sú einföldun er m. a. fólgin í því að fella niður alla
skrúðmælgi, sem engin áhrif hefur á merkingu textans, og
færa til einfaldara máls þau málbrögð, samlíkingar og þess
háttar, sem raunverulega segja eitthvað. Löng orð og óvenju-
leg eru látin víkja fyrir öðrum algengari og einfaldari. Flók-
in setningaskipun er og einfölduð, óljós framsetning gerð
l jósari, orðavaðall skorinn niður.
Endursagnarefni ætti því að öllum jafnaði ekki að lesa
fyrir nemendum, heldur leggja fyrir þá, þ. e. þeir fái að
hafa verkefnið hjá sér, lesa það ylir eins oft og þeir vilja og
semji síðan endursögn með stöðuga hliðsjón af æfingartext-
anum samkvæmt þeirri skilgreiningu á endursögn, sem ég
gat um áðan. Heppilegust æfingarefni til endursagnar eru
þeir textar, sem einkennast af málalengingum, tilgerð og
flókinni setningaskipan, því að þær gefa flest tilefni til ein-
földunar. Þess skal vel gætt, að ekkert merkingaratriði, sem
gildi hefur, fari forgörðum. Ef nemanda tekst með endur-
sögn sinni að breyta illa skrifuðum texta í einfaldari og
betri verður ekki til meira ætlazt. Ritþjálfunargildi slíkra
æfinga er ótvírætt, enda ætti að iðka endursagnir í þessu
formi reglulega í öllum bekkjum gagnfræðastigs. Ég vil taka
fram í þessu sambandi að ég tel að endursagnir með gamla
laginu eigi þó rétt á sér til tilbreytingar, einkum í yngri
bekkjum.
Ég hef fram að þessu reynt að fjalla um almenna ritþjálf-
un í barna- og unglingaskólum frá ýmsum hliðum, án þess
þó að liafa minnzt sérstaklega enn á eiginlega ritgerðasmíð,
en samning ritgerða hefur verið hjá okkur aðalþáttur, ef
til vill er óhætt að segja hinn eini þáttur ritsköpunar í
skólum, sem sýnd hefur verið nokkur rækt. Eins og ég hef
tekið fram tel ég að því aðeins sé hægt að tala um raun-
verulega ritgerðasmíð, að á undan hafi farið mikil og al-
menn ritþjálfun í víðustu merkingu þess orðs, allt frá því