Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 4
X,
Hart
r
I
bak
Að undanförnu hefur síaukin áherzla verið
lögð á viðhalds- og endurmenntun starfandi
kennara, sem glöggt má marka af því, að árið
1969 sóttu 48% fastra kennara á barna- og
framhaldsskólastigi lengri eða styttri nám-
skeið í einhverri kennslugrein.
Allir virðast á einu máli um gildi þessarar
starfsemi og brýna nauðsyn þess að auka
hana og samræma enn betur kröfunum, sem
gerðar eru til skólanna, um breytt námsefni
og kennsluhætti.
Það væri því sannarlega illa farið, ef þessa
starfsemi bæri nú upp á sker, eins og allar
horfur eru á.
Ágreiningur er risinn milli kennaranna og
yfirvalda þeirra um það, hver skuli greiða
kostnaðinn af endurmenntuninni. Það mun
vera algild regla, að viðhalds- og endurmennt-
un starfsmanna sé kostuð af vinnuveitendum
og hún fari fram í vinnutíma.
Kennarar telja það ósanngjarnt, að þeir —
einir allra starfshópa í þjóðfélaginu — skuli
þurfa að fórna frítíma sínum og sumir hverjir
bæta þar á ofan ferða- og dvalarkostnaði, svo
að unnt sé að taka upþ nýjungar í kennslu-
háttum.
Kennarasamtökin hafa fyrir löngu komið
sjónarmiðum sínum á framfæri við rétta aðila,
en svör hafa engin borizt. Svo er að sjá sem
stjórnvöld séu staðráðin í að misnota hinn
almenna vilja kennara til að auka þekkingu
sína og starfshæfni til þess að ræna þá smám
saman hluta af sumarleyfinu, sem flestir verða
raunar að nota til að afla sér aukatekna og
drýgja með því hin lágu laun.
Langlundargeð íslenzkra kennara er að vísu
mikið, en það er ekki þrotlaust. Og þess
ættu stjórnvöld að minnast, að svo lengi má
brýna deigt járn, að það bíti.
MENNTAMÁL
86