Menntamál - 01.06.1970, Síða 8

Menntamál - 01.06.1970, Síða 8
kennslugreinar nema föndur og annað hvort 'íónlist eða leikfimi. c) Högstadiet. Á þessu stigi á kennari að geta kennt þrjár greinar. Þrjú ár eru ætluð til hins íaglega náms, sem íer fram í háskóla (universitet), en nátengdur hon- um er kennaraháskólinn, sem annast hinn uppeldis- og kennslufræðilega þátt menntunarinnar, þ. á m. verklega þjálfun (henni er ætlaður tæpur fimmtungur námstím- ans). Rík áherzla er lögð á, að náin samvinna iakist milli háskóla og kennaraháskóla: sérstakar stofnanir — námsefnis- og kennaramenntunarnefndir — eiga að tryggja sem bezta samræmingu milli skólanna. Þó að háskólarnir sjái einkum um vagmenntun unglinga- og menntaskólakennara, er gert ráð íyrir, að barnaskólakennarar sæki þangað nokkurn hluta íag- menntunar sinnar. En kennsla í uppeldisgreinum og verkleg þjálfun fer fram að öllu leyti innan kennara- háskólanna, enda verður kennaraprófi ekki lokið nema menn sæki þá. Núgildandi lög gera ráð fyrir því, að komið verði á föstu kerfi viðbótarnáms, er geri kennurum íært að flytjast milli skólastiga, ef þeir óska. Að lokinni þriggja ára kennslu getur kennari yngri deilda öðlast kennslu- réttindi við eldri deildir með því að bæta við sig eins árs námi í helztu kennslugreinum; eins getur kennari eldri deilda færzt upp á ungiingastig eftir þriggja ára starfsreynslu með 11/2 árs viðbótarnámi í þremur kennslugreinum. Svipuð iilfærsla er möguleg milli unglinga- og menntaskólastigs. Kennaramenntun í Þýzkalandi (Hessen) Þar sem V.-Þýzkaland er oambandslýðveldi, er :;kóla- löggjöfin og þar með kennaramenntunin nokkuð mis- munandi eftir ríkisfylkjum. í flestum ríkisfylkjum eru kennaraefnin búin undir að kenna allar greinar bæði í yngri og eldri deildum barnastigs (Grundschule, Haupt- schule, 6—15 ára börn á 1.—9. skólaári). í Hessen fá barnakennarar, sem sérhæfa sig í einni grein, rétt til að kenna hana í 10. bekk (í gagnfræða- oða mennta- skóla). í öðrum fylkjum geta kennarar, sem starfa á skyldunámsstigi, aflað sér kennsluréttinda til loka gagn- fræðanáms með því að sækja námskeið, að afloknum síðari hluta embættisprófs (sjá bls. 91). Inntökuskilyrði. Krafizt er stúdentsprófs, enda fer öll kennaramenntun íram á háskólastigi — í kennaraháskól- um, almennum háskólum eða tækniháskólum. Námstími. Hið eiginlega kennaranám tekur 3 ár eða 6 semester, en þar við bætist reynslutími, sjá síðar. Námsefni og skipulag. Námsefni er skipað svo sem hér segir: a) Uppeldisgreinar. b) Aðrar greinar (Fachstudium). Kennaraefnin verða að velja sérstakar greinar til kennslu og sérhæf- ingar, s.s. ensku, stærðfræði, sögu, kristinfræði. c) Kennslufræði (Didaktisches otudium). Þá stunda kennaranemar æfingakennslu á tveimur skólastigum í samtals 10 vikur, 4 vikna inngangsæf- ingar (Einfuhrungsspraktikum) og 6 vikna aðalæfingar (Hauptpraktikum). Við lok þessa náms þreyta kennaraefnin fyrri hluta embættisprófs. Þann, sem staðizt hefur prófið, má lausráða í kennarastöðu. Hefst þá undirbúnings- eða reynslutími, eigi skemmri en 2 ár,1) íyrir síðari hluta embættisprófs. Á þessu tímabili, samfara kennslunni, tekur kennarinn þátt í uppeldislegum námskeiðum (Pádagogisches Studienseminar), og miðast þátttaka hans við um 15 dagsverk á ári. Að þessum tveimur reynsluárum liðnum er kennaraefninu heimilt að gangast undir síðari hluta embættisprófs, er felur í sér m.a. samningu ritgerðar og kennslupróf. Að því loknu hefur hlutaðeigandi öðlast full kennsluréttindi. Kennaramenntun í Bandaríkjunum Skipulag kennaramenntunar í Bandaríkiunum er breytilegt eftir einstökum rikisfylkjum og skólum; al- menn lýsing hefur því takmarkað gildi. Enn eru víða starfandi Teacher Colleges, en stefnt er að því að færa allt kennaranám inn í háskóla. En verulegur munur er á skipulagi og námskröfum eftir háskólum. Inntökuskilyrði. Kennaranám getur hafizt að loknu 12 ára námi, þ.e. við 18 ára aldur. Námstími er yfirleitt 4—6 ár og lýkur með venjuleg- um háskólaprófum, frá B.A. til doktorsprófs. Námsefni og skipulag. Nokkur munur er gerður á menntun kennara fyrir barnastig (primary), þar sem miðað er við bekkjarkennslu, og hins vegar fyrir secondary (12-—18 ára), sem miðast fremur við fag- kennslu og útheimtir af kennurum sérhæfingu í ein- stökum greinum. Ef tekið er dæmi af ríkisháskólanum í New York, er skipanin i stórum dráttum sem hér segir: Til þess að Ijúka almennu kennarapróli, sem veitir réttindi á barnastigi, þarf nemandi að skila a.m.k. 120 annastundum (semester credits) íyrir B.A. eða B.Sc.- próf. Skiptast þær eftir námssviðum á eftirfarandi hátt: a) Almenn menntun (efna- og eðlisfræði, líffræði, stærðfræði, félagsvísindi, bókmenntir og listir, enska og erlend tungumál) samtals 55—73 anna- stundir. b) Sérsvið: 30 annastundir. c) Uppeldisgreinar: 33 annastundir. Þessi þrjú námssvið eru einnig uppistaðan í námi þeirra, sem Ijúka kennaraprófi íyrir secondary. Munur- 1) Þessi reynslutími er mislangur eftir rikisfylkjum, allt frá einu og upp í fjögur ár. MENNTAMÁL 90

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.