Menntamál - 01.06.1970, Qupperneq 13
Ólafur S. Ólafsson, form. LSFK:
Kennara-
menntunin
frá sjónarhóli
L.S. F. K
I meginatriSum ntanda íræðslulögin írá 1946 óbreytt.
Það sýnir, að þau voru sniðin eftir fyllstu kröfum þeirra
tíma og einnig það, að þeir, sem mótuðu þau og
meitluðu, hafa verið glöggskyggnir á, í hvaða átt þró-
unin í menntunar- og menningarmálum þjóðarinnar
stefndi og æskilegt væri að hún færi.
Löggjöfin setti einnig reglur um, hvernig unnt væri
við þáverandi aðstæður að leysa vandkvæðin við fram-
kvæmd hennar vegna skorts á hæfum kennurum. 37.
grein í lögum um gagnfræðanám frá 1946 kveður á
um þau skilyrði, sem fullnægja þarf til þess að vera
skipaður kennari við gagnfræðastigið, og eru þau helztu
sett þannig fram:
a) að hafa almenna kennaramenntun eða stúdents-
menntun að viðbættu námi í uppeldis- og kennslufræð-
um, er fræðslumálastjórnin metur gilt.
b) að hafa stundað eins til tveggja ára nám hið
minnsta við háskóla i þeirri fræðigrein, sem ætlast er til
að verði aðalkennslugrein hlutaðeiganda, enda sýni
hann skilríki fyrir háskólanáminu.
í lögum þessum er einnig ákvæði um, að kennarar
frá K.í. hafi rétt til að annast kennslu á unglingastiginu,
og kennarar í verklegum greinum eru undanþegnir
framhaldsnámi.
Um 90% allra kennara við gagnfræðastigið eru ým-
ist ráðnir, settir eða skipaðir eftir þessum lagagrein-
um, og má þess vegna segja, að þær hafi gert skóla-
hald á gagnfræðastiginu mögulegt til þessa.
í lögum frá 1947 um menntun kennara segir, að koma
eigi á fót kennslustofnun í uppeldisvísindum, og rétt
til setu í þeirri deild (háskóladeild) eigi allir, sem lok-
ið hafa prófi frá K.í. eða hafi stúdentspróf. Þessu
ákvæði um kennslustofnun í uppeldisvísindum, eins og
hún var fyrirhuguð, hefur ekki verið framfylgt, og
er það ein sönnun þess, að þróunin í menntunarmálum
kennara hefur ekki orðið eins formföst og gildandi
fræðslulög gera ráð fyrir.
Hins vegar er hægt að fullyrða, að kennarar við
framhaldsskólana hafa svarað kalli tímans um aukna
menntun og starfshæfni og tekizt með viðbótarnámi
eftir ýmsum leiðum og reynslu í starfi að afla sér
viðurkenningar sem fullgildur starfskraftur. Hængurinn
er á, að sú viðurkenning nær hvorki til launa né, í
of mörgum tilvikum, til skipunar í starf. Nú mun um
55% starfandi kennara á gagnfræðastiginu ekki hafa
fengið skipun í starf, þótt siðferðilegur réttur þeirra og
í flestum atvikum löglegur til þess sé ótvíræður.
LSFK hefur á undanförnum árum varað við þeirri
þróun, sem átt hefur sér stað í þessum efnum og þeirri
hættu, sem skapazt hefur við það, að mikill hluti kenn-
ara á framhaldsskólastiginu býr ekki við það starfs-
öryggi, sem nauðsynlegt verður að teljast, svo að
skólakerfið bíði ekki hnekki af. Þeim viðvörunum hefur
ekki verið sinnt sem skyldi.
Fræðslulögin frá 1946 mörkuðu mikilvæg framfara-
spor í fræðslu- og menningarmálum þjóðarinnar, og i
MENNTAMÁL
95