Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.06.1970, Blaðsíða 15
Óskar Halldórsson lektor: Starfsþjálfun framhaldsskóla- kennara Líta má á starfsþjálfun sem kjarna kennaramenntun- ar ásamt uppeldis- og sálarfræSi, enda hafa þessar greinar hlotið fulla viðurkenningu hér á landi, of miðað er við lög og reglugerðir. Þó hefur starfsþjálfunin, sem vafalítið gæti verið raunhæfasti undirbúningur kennara- starfs, löngum verið veikur þáttur i íslenzkri kennara- menntun, einkum vegna aðstöðuleysis þeirra skóla, sem falið hefur verið að annast hana. Þetta sést fljótt, ef gerður er samanburður við kennaramenntun með grannþjóðum okkar, en út í hann skal ekki farið hér. Hugmyndin um sórstaka æfingamiðstöð fyrir Kennara- skólann má þó heita jafngömul honum sjálfum, og í reglugerð frá 1934 eru ákvæði um æfingakennslu mið- uð við tilvist æfingaskóia, enda þótt byggingu sliks húss sé enn ekki lokið á því herrans ári 1970. Á um- ræddum tíma hefur húsakostur þjóðarinnar að kalla má verið endurnýjaður og raunar margfaldaður. Enn okort- ir Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskólans margt iil þess að hann geti rækt hlutverk sitt, svo sem að- standendur hans munu vilja og vert væri. En því þer að fagna, að þar er nú loks að rofa íil. Nokkuð öðru máli gegnir um sambærilega starfsemi við Háskóla íslands. Kröfurnar um æfingastöð honum til fulltingis hafa aldrei verið háværar; gott ef þær hafa nokkurn tíma verið bornar fram. En árið 1951 tók Há- skólinn að sér að sérmennta kennara íyrir íramhalds- skóla landsins, allt frá því er barnafræðslu lýkur um 12 ára aldur og upp í háskóla. Þetta var í íyllsta máta eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun. Viðast hvar er kennara- menntun mikill þáttur í starfi háskóla og hér mikil þörf sérmenntaðra kennara, einkum eftir setningu fræðslu- laganna 1946. Hitt var annað mál, að Háskólinn fékk ekki þá — og hefur ekki fengið enn — viðhlítandi aðstöðu íil að rækia þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Sú lausn, sem fundin var til að veita stúdentum kennaralega starfsþjálfun árið 1951, var eðlileg sem bráðabirgðaráðstöfun, en hún var sú að íela æfinga- kennsluna starfandi kennurum, sem lokið hefðu há- skólaprófi. Skyldi stúdent hljóta starfsþjálfun í kennslu greinar sinnar hjá reyndum kennara og Ijúka prófi und- ir handleiðslu hans. Þótt þessi skipan sé ekki að öllu leyti slæm, hefur hún ýmsa augljósa annmarka og verð- ur að teljast alls ófullnægjandi. Kennaranemi þarf að fá að kynnast fjölda kennsluaðferða, sem nýtilegar oru íyrir það skólastig, sem hann býr sig undir kennslu við, svo að hann geti að námi loknu valið sér þá að- ferð, sem honum hentar bezt og hæfir aðstæðum í í skóla hverju sinni. Sé hann aðeins lærlingur hjá ein- um eða tveimur kennurum, kynnist hann aðallega eða eingöngu vinnubrögðum hans eða þeirra. Æfingakenn- arinn er fyrst og fremst starfsmaður síns skóla, en æfingakennsla hans aukaatriði (enda launuð sam- kvæmt því), og þess er engin von, að hann kunni skil á og noti í daglegu starfi allar þær kennsluaðferðir, aem viðurkenningar njóta. Engin trygging er heldur íyrir því, að slíkur æfingakennari fylgist með nýjungum í MENNTAMÁL 97 a

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.