Menntamál - 01.06.1970, Page 29

Menntamál - 01.06.1970, Page 29
Samtök íslenzkra kennaranema endurvakin Frá árinu 1948 hafa verið iil á Norðurlöndum samtök norrænna kennaranema. Samtök þessi voru stofnuð af landssamtökum kennaranema í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Nor- rænu samtökin vinna allmikið starf, t.d. með námskeiðahaldi, rannsókn- arstarfsemi og fundahöldum, þar sem ýmis hagsmuna- og framfara- mál kennaranema eru rædd og skipzt á upplýsingum. Á þessi námskeið, sem lands- samböndin standa íyrir, hafa hin landssamböndin í norrænu oamtök- unum rétt til að senda ákveðinn fjölda þátttakenda, óski þau eftir. 8. marz 1964 voru stofnuð Sam- íök íslenzkra kennaranema (S.Í.K.). Að stofnuninni stóðu nemendur allra þeirra skóla, sem útskrifa kennara fyrir skyldunámsstigið: Húsmæðrakennaraskóla íslands, íþróttakennaraskóla íslands, Kenn- araskóla (slands, kennaradeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands og söngkennaradeildar Tónlistar- skólans í Reykjavík. Hlutverk samtakanna var m.a. að vinna að hagsmuna- og íramfara- málum kennaranema og efla sam- starf norrænna kennaranema. S.Í.K. mun strax hafa gerzt aðili að Sam- tökum norrænna kennaranema. Starf S.Í.K. virðist hins vegar hafa lagzt niður mjög fljótt. í nóvember s.l. var samþykkt í Nemendaráði K.í. að athuga mögu- leika á endurreisn samtakanna. Að þeirri athugun unnu aðallega Þórður Guðmundsson 4. bekk handavinnudeildar og Guðmundur Guðmundsson 1. A. Haft var samband við okólastjóra og forsvarsmenn nemenda í þeim 5 skólum, sem voru stofnaðilar sam- stakanna. 29. janúar s.l. boðaði Nemendaráð iil fundar með íulltrú- um úr þessum skólum, og oendu allir fulltrúa nema íþróttakennara- skólinn, sem ekki gat komið því við. Á fundinum kom fram, að í hinum skólunum var áhugi á því að endur- reisa samtökin. Frá stofnfundinum. Guömundur Guðmundsson í ræðustólnum. MENNTAMÁL 111

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.