Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Side 6

Menntamál - 01.08.1970, Side 6
pvi sviði, en að framsöguerindinu loknu hófust umræður með einurn þátttakanda frá hverju Norðurlandanna auk tveggja spyrla undir stjórn Ingrid Lunde frá Svíþjóð. Dr. Broddi Jóhannes- son tók þátt í umræðunum af íslendinga hálfu. 5. dgúst Fyrir hádegi hlýddu allir jrátttakendur saman á fjögur erindi um samvinnu í skólanum. K. B. Andersen, fyrrv. menntamálaráðherra Dana. tal- aði um markmið og leiðir til samvinnu i skól- anutn. Hann lagði áherzlu á, að skólinn ætti að vera smækkuð mynd af lýðræðissamfélagi, þar sem nemendum gæfist tækifæri til að liía skyld- ur og réttindi þjóðfélagsins. Arne Ebeltoft, forstöðumaður, og Olav Röthe, skólastjóri, frá Noregi ræddu um breytingar á skipulagi og starfsháttum skólans, þar sem sveigj- anleiki, endurnýjun, skipuleg þróun, lrumkvæði og sjálfstjórn væri haft að leiðarljósi. Birgit Rodhe, fræðslustjóri, frá Svíþjóð talaði um skólahúsneeði og kennslutœki, benti m. a. á sambandsleysi milli kennslutæknifræðinganna og skólalýðræðissinnanna og vandann við skóla- byggingar. Hún sagði, að skólinn ætti — bæði sem bygging og stofnun — að vera öllum opinn og samrunninn hinu félagslega umhverfi sínu. Að loknu hádegishléi skiptust þátttakendur í fjóra hópa. í sal A hófst umræðufundur undir stjórn Finnans Thomas Rehula um samvinnu í skólum með þátttöku frá öllurn Norðurlanda- þjóðunum. A1 íslendinga hálfu tók Árni Stefáns- son, menntaskólakennari, þátt í umræðunum. í sal B flutti Eigil Brinch, lorstöðumaður, frá Danmörku erindi um sveitarfélögin og próun skólans — ábyrgð og möguleika. Að því loknu talaði Trond Johannessen, formaður Norsk Lærerlag, um kröfur til nútímalegrar skóla- stjórnar og skilyrðin fyrir henni. I sal C flutti Mogens Andersen, kennari, frá Danmörku erindi um lilutverk kennarans i skóla, sem einkennist af tœknilegum hjálpargögnum, og Áke Andersson, námsstjóri, frá Svíþjóð talaði um nýjar aðferðir — ný hjálpargögn. Að loknum erindununr voru sýnd kennslutæki og námsgögn. í sal D flutti Heikki Niemelá, rektor, frá Finn- landi erindi um verkefni skólans í náttúruvernd. Þá gerði Karl-Erik Fahlgren, fræðslustjóri, frá Svíþjóð grein fyrir víðtækri rannsókn á sam- vinnu í skóla, sem fyrirhuguð er í Uppsölum, j^ar sem m. a. verður kannað gildi starfs nem- endaverndarráðanna, sem fá til meðferðar mál nemendanna, sem erfiðleikum valda í skólastarf- inu. 6. ágúst Fyrirlestrar voru á ljórum stöðum samtímis fyrir hádegið. í sal A voru skólabyggingar á dag- skrá, og fluttu Jrar erindi Mauritz Hulteberg, skólaráð, frá Svíjjjóð og Johan Engelhardt, skóla- stjóri, Irá Danmörku. Sá fyrrnefndi fjallaði eink- um urn fjármálahliðina og skólanorm, en hinn síðarnefndi um skipulag undirbúningsstarfsins og samvinnu sérfræðinga og yfirvalda. í sal B ræddu Gert Z. Nordström, rektor, og Bengt-Oluf Engström, lektor, lrá Svíjijóð um MENNTAMÁL 120

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.