Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 10
ið til að koma á auknu jafnræði innan skólakerfisins. Hins vegar á ekki að flytja 1. bekkjar námsefnið niður í forskólabekkinn. Eðlileg viðfangsefni í forskólabekk eru: 1. Modersmál uppövande af lasreceptivitet uppövande av skrivreceptivitet. 2. Matematikk uppövande av den matematiske receptiviteten. 3. Omgivningslara og hobbyvirksomhet. 4. Motion, lek och musik. 5. Etisk-social fostran och religion. Það skeið, sem barnið er í örustum þroska greindar- farslega, félagslega, tilfinningalega og siðferðilega, er sérlega mikilvægt tímabil. Jafn augljóst og \>á5, að taka verður tillit til félagslegra sjónarmiða við upp- byggingu forskólans, er hitt, að forskóli er ekki sama og dagheimili handa þeim, sem á því þurfa að halda. Hvort forskólinn á að heyra undir skóla- eða félags- málayfirvöld er í hæsta máta háð takmarkinu, sem forskólanum er sett. Ef lögð er höfuðáherzla á hin félagslegu sjónarmið er eðlilegt, að félagsmálayfirvöld hafi yfirstjórnína á hendi. Sé á hinn bóginn uppeldis- hlutverkið talið veigamest á hann að heyra undir fræðsluyfirvöld. Að minni hyggju, sagði Erkki Aho, er óhugsandi að svo mikilvægri starfsemi sé stjórnað af tveim samfélags- stofnunum samtímis. Ég ;el engan vafa leika á því, að heppilegra er að fræðsluyfirvöld leiði starfsemina og móti þróunina. Hvað menntun forskólakennara áhrærir mæla sterk rök með því, að hún sé a.m.k. jaf.n- gild menntun grunnskólakennarans. Það er fráleitt að hugsa sér, að unnt sé að komast af með minni menntun við uppeldi og kennslu barna á þeirra mikilvægasta þroskaskeiði en þarf til kennslu eldri barna. Þess vegna er nauðsynlegt, að íorskólamennt- unin sé tengd annarri kennaramenntun, sagði Erkki Aho. K. B. ANDERSEN, fv. menntamálráðherra Dana: AUKIN SAMVINNA í SKÓLA, MARMIÐ OG LEIÐIR Þjóðfélagsþróunin hefur kippt stoðunum undan hin- um ,,autoritære“ skóla, og lýðræðisflóðbylgjan skellur nú yfir hann. Það furðulega er ekki það, að hún skuli ríða yfir einmitt nú, heldur hitt, að við skulum til þessa hafa lifað í þeirri trú, að við gætum alið upp og búið unglinga undir líf í lýðræðisþjóðfélagi í okóla, þar uem lýðræði er aðeins á dagskrá í félagsfræðitímunum. En loksins höfum við þó viðurkennt, að lýðræði er hátterni, sem verður að læra í verki. Hin erkiíhaldssama stofnun, skólinn, er nú loks að átta sig á, að hann gegnir ekki hlutverki sínu með því að einskorða sig við miðlun þekkingar. Skólinn á að vera lýðræðissamfélag i hnotskurn, án flókins kerfis þunglamalegra nefnda og ráða, þar sem ákvarðanir eru aðeins teknar að undangengnum rökræð- um, en eru ekki ávöxtur valds sérfræðinga eða „forstá- sigpáere." Aukin samvinna í skólanum krefst þroska — okki aðeins af nemendunum, heldur einnig af kennurun.m, skólastjórunum og öðrum, sem ;aka þátt í samvinn- unni. En þroska má ekki rugla saman við undanláts- semi. Það á ekki að hlaða undir þá meðfærilegu, iá- bræðurna, í skólakerfinu. Það eru ekki þeir, sem endur- skapa samfélag, sem þarf endurnýjunar við. Það oru hinir óánægðu, uppreisnarmennirnir, þeir sem ekki sætta sig við ástand hlutanna, sem eiga þátt í þróun og framförum. í þjóðfélagi, sem í æ ríkara mæli er stjórnað af sérfræðingum og „teknokrati", þörfnumst við manna, sem ekki eru hrifnæmir og standa fast á með- ákvörðunarrétti sínum. Um hvað á samvinnan að vera, og hverjir eiga að taka þátt í henni? Reglan á að vera sú, að allar ákvarð- anir á öllum sviðum séu niðurstöður samvinnu, sum- part af því að slíkt skapar betri anda á vinnustaðnum og sumpart vegna þess, að slík samvinna á þátt í að þroska nemendurna íil veru i skóla, sem lengist stöð- ugt. En þetta er ekki sízt mikilvægt vegna þess, að ákvarðanirnar munu verða betri. Allir, sem við skólann eru riðnir, eiga að vinna sam- an, ekki aðeins kennarar og nemendur. Við þörfnumst aukins samstarfs heimila og skóla, og það ríður á að auka samvinnuna milli skólayfirvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga. Það er fásinna að halda, að unnt sé að draga skarpar línur milli stjórnunar- og uppeldisverk- efna. Hvers konar niðurstöður og reynslu á að hagnýta. Það á jafnt við sjónarmið nemenda, kennara, húsvarða og þvottakvenna. Á sama hátt og þróunin í samfélaginu hlýtur að hafa áhrif á skólann, hlýtur skólinn að hafa áhrif á framtíðarsamfélagið. Þjóðfélag, sem byggir á samvinnu og lýðræði, getur ekki haldið úti ,,autoritærum“ skóla. Munu þá ekki börnin og unglingarnir, sem alla sína skólatíð hafa tekið þátt í umfangsmikilli samvinnu, valda erfiðleikum, þegar þeir koma út i atvinnulífið? — Jú, svo sannarlega. Það vona ég fastlega, sagði K. B. Andersen. MENNTAMÁL 124

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.