Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 30
greiningar er, að hún beinir athyglinni að slíkum spurningum. Þótt slíkt geti gerzt af tilviljun, leiðir nánari athugun á spurning- unni oft í ljós, hvers vegna betri nemend- urnir forðuðust hið rétta svar. Það er j)á hægt að bæt;, um tvírætt orðalag eða óná- kvæmni og [>ar með ekki aðeins bjarga spurningunni frá glatkistunni, heldur einn- ig koma í veg fyrir gremju þeirra nemenda, sem eru nógu skynugir til að finna skekkj- una. Allar greinandi tölur koma ágætlega út undir lok prófs, sem aðeins fáir nemend- ur geta lokið við. Til dæmis gæti litið svo út, að næstum allir háir og enginn af lágu nemendunum hefðu svarað síðustu spurn- ingunni rétt, sem sýndi mikla greiningar- hæfni hennar, ef það væri ekki falskt. Allir lágir nemendur kynnu að hafa vitað svarið, en einfaldlega ekki komizt svona langt vegna tímamarka á prófinu. Eftir að fimmtungur nemenda hefur fallið úr, eru atriðagreiningartöflurnar orðnar svo vill- andi, að ekki er ráðlegt að halda greining- unni áfram lengra. Annað stig atriðagreiningar. Það kunna að vera fáeinar spurningar í prófi, sem reynast of auðveldar, of erfiðar eða eru ekki nægilega greinandi, þótt á- stæður jtess séu ekki augljósar og bekkjar- umræður leiði ekki í ljós neinn sérstaka i galla á þeirn. Ef tími er til, mætti í þessum tilvikum beita tiðru stigi atriðagreiningar, en þetta stig kostar of mikla vinnu og er of tímafrekt til Jtess að hægt sé að nota jtað nema við fáeinar spurningar. Á öðru stigi atriðagreiningar er fyrst kannað, hve marg- ir í háhópnum og síðan hve margir í lág- hópnum (a) slepptu spurningunni (b) völdu hvern svarmöguleika fyrir sig. Niðurstðan gæti bent á í hverju veilan er fólgin, sbr. dæmið hér að neðan. svarmöguleikar sleppt I 2 3 4 5 háir 0 11 0 0 0 0 lágir 0 14 4 2 0 0 Hið rétta svar, númer I, er sýnt með slriki milli hinna háu og lágu, sem völdu ]>að. 3 fleiri lágir en háir völdu jjað; mismunurinn verður ]jví -4- 3. Hvers vegna? Tölurnar í 2. svari gefa vísbendingu um lausnina. Þetta svar var of íreistandi fyrir háhópsnemend- urna. E. t. v. hefur jreim fundizt svar númer 1 of augljóst; ]>á grunað, að þarna væri gildra. Við nánari athugun fundu Jjeir eitt- hvað í svari númer 2, kannske langsótt, sem Jteir töldu rétt, en lakari nemendur misstu af. El' Jjetta væri rétt ályktað, gætu umræður leitt í Ijós, hvaða skilning Jjeir lögðu í svar númer 2, og síðan mætti breyta orðalagi Jjess Jrannig, að Jjessi túlkun svarsins væri útilokuð. Jafnframt mætti gera svör 4 og 5 sennilegri en Jtau eru nú, en samt svo, að þau væru ómótmælanlega röng, Jjví að í nú- verandi formi vorti Jtau einskis nýt, enginn valdi þau. Reyndar hefur atriðagreiningin ;ítt þátt í að fækka svarmöguleikum úr fimm, sem var algengt fyrir fáum áratugum, niður í fjóra, sem er meira notað núna, nema í fáeinum prófum, svo sem stafsetn- ingu, þar sem fimmta svarið er venjulega svohljóðandi: „ekkert af þessu". Höfund- um prófa tókst ekki nógu vel að finna fimm möguleika, sem allir væru nægilega tælandi. STAÐALVILLA Staðalvilla* 1) prófeinkunnar. Þar sem liugtakið staðalvilla (villufrávik, mælingarskekkja) hefur þegar komið fyrir í sambandi við há-lág mismuninn, er MENNTAMÁL 144 1) Staðalvilla = standard error.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.