Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 21

Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 21
engar framfarir hafi átt sér stað í l’ræðslu og uppeldismálum síðustu áratugi. Margt hefur færzt í rétta átt hvað aðbúð, vinnubrögð og kennslutæki í barnaskólum snert- ir. í því sambandi má gjarnan minna á fjöl- breyttar skólasýningar og félagsstörf nemenda í barnaskólum víða um land, enda hefur mikill fjöldi barnakennara sýnt virðingarverðan dugn- að við að afla sér viðbótarmenntunar og fylgjast með nýjungum í skólamálum, þrátt fyrir mjög þröngan fjárhag. f-Iitt er rétt, því miður, að við stöndumst ekki lengur samanburð á ýmsum sviðum skólamála við nágrannaþjóðir okkar og við verðum að gera stórt átak til þess að jafna metin. Samtök íslenzkra barnakennara hafa alltaf bar- izt fyrir aukinni menntun kennara og framför- um í skólamálum, enda er svo kveðið á í stefnu- skrá sanrtakanna. Flestar eða allar framfarir á skyklunámsstigi íslenzkra skóla eiga rætur að rekja til frumkvæðis og fylgis samtakanna. Engurn er betur ljóst en kennurunum sjálfum, sem reynsluna eiga, að góð menntun kennara er grundvöllur jress, að kennslustarfið beri þann árangur, sem ætlast er til og krefjast verður í nrenningarþjóðfélagi. Kennarastéttinni er ljóst, að Kennaraskóli ís- lands býr ekki við þær aðstæður sem nauðsyn- legar eru til þess að hann geti leyst hlutverk sitt af hendi samkvæmt nútímaþörf og kröfum. Skólahúsið er enn ekki fullgert eins og áætlun gerði ráð fyrir. Það getur ekki á forsvaranlegan hátt rúmað þann fjölda nemenda, sem nú stund- ar þar nám. Það er því brýn nauðsyn að ljúka byggingu skólahússins, svo að húsnæðisþrengsli komi ekki í veg fyrir að kennaraefnin njóti þeirrar fræðslu og þess uppeldis, sem ætlazt er til og nauðsyn krefur. Það verður að auka verulega menntun ís- lenzkra kennara til samræmis við menntun og þjálfun kennara hjá nágrannaþjóðum okkar. Einkum þarf að auka starfsmenntun kennara stórlega. Hinar Norðurlandaþjóðirnar, einnig Þjóðverj- ar og Bandaríkjamenn, liafa stúdentspróf eða jafngildi þess sem skilyrði til inngöngu í kenn- araskóla. Sömu kröfu hljótum við að gera. ís- lenzk kennaramenntun öll þarf að fara fram á háskólastigi, þar sem fyrst og fremst er lögð rækt við starfsmenntun og starfsþjálfun kennarans. Þá er einnig rétt að minna á viðhalds- og við- bótarmenntun kennara. Það þarf að gera þeim fjárhagslega kleift að sækja námskeið bæði inn- anlands og utan. Þó ótrúlegt sé heyrast stundum þær raddir, að barnakennarar þurfi ekki mikla skólamenntun, þeim nægi gott hjartalag og brjóstvit. Sú skoðun ber svip af sjónarmiðum og framkvæmd liðins tíma, þegar þurfalingar og fatlaðir menn þóttu sjálfsagðir til þess að kenna börnum. Þetta sjón- armið buddunnar ætti þó ekki að finnast í heimi nútímans. Að vísu skal ekki lítið gert úr góðu hjartalagi og brjóstviti, hvort tveggja eru góðar gjafir, en þær duga skammt við nútíma aðstæð- ur, ef almenna menntun, starfsþjálfun og sér- menntun vantar. Það skiptir mjög miklu máli, að kennarinn njóti þeirrar virðingar og aðbúðar af þjóðfélags- ins hálfu, sem veitir honum styrk til þess að rækja starf sitt sem bez.t. Menntun kennarans og efnahagur verður því að vera í fullu samræmi við aðrar þjóðfélagsstéttir og þá ábyrgð, sem kennslustarfinu fylgir. Það er sjálfsögð þjóðar- nauðsyn að gera miklar kröfur til kennarans, en þjóðfélagið verður þá að gefa honum kost á menntun og efnaliagslegri afkomu í fullu sam- ræmi við kröfurnar. Það dugir ekki að viðurkenna mikilvægi kenn- arastarfsins í orði, en gleyma því í verki. Hagsmunamál kennarastéttarinnar mega ekki liggja utangarðs, þegar rætt er um skólamáh Ef kennarar fást ekki til starfs í skólum landsins vegna lágra launa, þá gagnar ekkert góð nrennt- un, vegleg skólahús og fjölbreytt kennslutæki. Laun íslenzkra barnakennara hafa verið og eru enn víðs fjarri því að vera í samræmi við þær kröfur, sem gera verður til starfs þeirra. Þau eru heldur ekki í samræmi við laun margra annarra launþegahópa. Það er staðreynd, að staða kennarans í þjóðfélaginu og laun hans mið- að við aðra starfshópa eru mun lakari hér á landi en í nágrannalöndum. MENNTAMAL 135

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.