Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 14
er rétt að taka fram að í menntaskólunum standa yfir gagngerar breytingar, að nokkru vegna áhrifa frá H F náminu. Prófinu er sér- staklega ætlað að meta námshæfni, þ. e. a. s. ekki eingöngu það þekkingarstig sem krafizt er til framhaldsnáms, heldur og þroska, námstækni og vinnubrögð. Boðið er nokkurt valfrelsi, auk sameiginlegs kjarna eru nokkrar valgreinar sem ljúka verður að ákveðnu marki (pointsystem), en nemandi velur þær greinar í samræmi við hæfileika sxna, áhuga og væntanlegt starf eða framhaldsmenntun. Vaxandi áhuga gætir á því að H F prófið veiti, að uppfylltum sérstökum skilyrðum, inngönguiétt í háskóla. Fleiri nýjungar í skólastarfinu, sem Juegt er að geta um i stuttu máli? Enda þótt athygli manna í Danmörku hafi mjög beinzt að nýskipan kennaranámsins og þró- un H F prófsins síðustu árin, má ekki gleyma því að margt hefur verið í geijun og tekið gagn- gerum breytingum á neðri skólastigum. Eitt ein- kenni breytinganna er það að dregið hefur úr mótandi áhrifum efri skólastiga á þau neðri. Við höfum fengið forskóla (b0rnehaveklasser) fyrir 6 ára börn. Þar er kennt 3 tíma á dag, tveir hóp- ar nota húsnæðið dag hvern. Kennslan er í höndum sérmenntaðra kennara sem hlotið hafa menntun í b0rnehaveseminarier. Þessir forskólar eru sérstakar stofnanir, ýmist reknar af bæjai- félagi eða einkaaðilum. Næsta skólastig hefur Frétt frá L.S.F.K. Að gefnu tilefni vill skrifstofa L.S.F.K. vekja athygli kennara á að ábyrgðartrygging kennara, sem sagt var frá í síðasta liefti, er þegar gengin í gildi. Iðgjaldið er kr. 50,00 á einstakling, en á það leggst söluskattur og stimpilgjald fyrsta árið. Ofangreint iðgjakl er inni- falið í árgjöldum kennara og er því greitt úr sjóði L.S.F.K. engin bein áhrif á hvað þarna er kennt, heldur er starfið lagað að þörfum barna á þessu aldurs- stigi. Námsskrá fyrir folkeskolen (Den blá Betænk- ning), sem lokið var 1960, heíur haft mikil áhrif. Við höfum íengið mikið af nýjum, góðum kennslubókum sem eiga að auðvelda kennurum að ná þeim námsmarkmiðum sem þar eru sett. í seinni tíð hefur þó sumt í þeirri námsskrá sætt nokkurri gagnrýni. Þá hefur mikið starf verið unnið við að breyta kennslu lesgreinanna. í stað gömlu skiptingar- innar í landafræði sögu og náttúrufræði er nú írá og með 3. bekk leitazt við að sameina þessar greinar og fjalla í kennslunni um atburði og vandamál líðandi stundar (orientering). Þá við- leitni má raunar einnig greina í kennslubókum fyrir móðurmálskennsluna og í lesbókum í er- lendum málum. Þessi þróun hefur m. a. gert skólabókasöfn ómissandi í skólastarfinu. Þá er það sem við köllum tilvalgsskole á til- raunastigi. I einstaka bæjarfélögum, svo sem Gladsaxe, er þessi skólaskipun alveg komin til framkvæmda. Höfuðsjónarmiðið er að gefa nem- endum kost á ákveðnu valfrelsi í námi frá og með 8. bekk. Reynzt hefur erfitt að semja stunda- skrár fyiir vallrjálst nám, og menntun kennara þykir ábótavant í ýmsum greinum þegar unnið er eftir þessari nýju skipan, en mikill áhugi er á frekari framvindu þessa fyrirkomulags. Skrifstofa L.S.F.K. verður opin yfir kennslumánuðina: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 15.00—17.00, miðvikudaga kl. 17.00—19.00. MENNTAMÁL 128

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.