Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 32

Menntamál - 01.08.1970, Qupperneq 32
gerð, felast þau ekki í þessari tegund „villu“. Hér verður að skilja hvað dreifing (varia- tion) er. Það er gert ráð fyrir, að prófið og úrvinnsla þess hafi verið framkvæmd af ná- kvæmni, þrátt fyrir það fæst ekki sama út- koma tvisvar, nema af heppni. „Villan" seg- ir til um, innan hvaða takmarka líklegt sé, að útkomurnar dreifist lyrir tilviljun eina saman. En ekki eru samt allar tilviljanir teknar með. Ef kennari reiðist nemendum, sem voru íjarverandi í mikilvægu prófi, og sér til þess, að prófið, sem viðkomandi nemend- ur fá til úrlausnar í staðinn, er erfiðara og fyrirgjöf strangari, munu einkunnir þeirra lækka af ástæðum, sem engin tölfræði get- ur sagt fyrir um. Mistök í samningu spurn- inga eða við einkunnagjöf, óviljandi merk- ing nemenda við röng svör svo og ytri kringumstæður, sem geta haft áhrif á eink- unnir, svo sem veikindi, liávaði, truflanir, liiti o. s. frv. eru einnig utan marka staðal- villunnar. Eina tegund dreifingar sem er stöðug og því mælanleg er „söfnunar- skekkja" (sampling error). Hugsum okkur, að finna eigi færni nemenda í stafsetningu. Það eru a. m. k. 600.000 ensk orð, sem mætti láta þá stafsetja, en setjum svo, að það séu aðeins 10.000 orð, sem ætlazt er til að þeir geti stafsett í lok 6. bekkjar. Ef valin eru 100 af þessum orðum af handahófi og próf- að nákvæmlega, hve mörg orð nemendur geta stafsett, gelur niðurstaðan til kynna, hve háan hundraðshluta af þessum 10,000 orðum þeir eru líklegir til að geta stal'sett. En ef tekin væru önnur 100 orð af handa- hófi úr þessum 10.000 orða hópi er víst, að mjög l'áir nemendur næðu nákvæmlega sama árangri og í fyrra skiptið. Það frávik eða dreiíing, sem verður vegna hins tilvilj- unarkennda úrtaks, er það sem lelst í stað- alvilluhugtakinu. Dreifingin yrði miklu meiri, ef tveir kennarar hvor í sínu lagi, reyndu að finna út, hve mikils einhver bekkur mæti Ham- let. 1 Jressu tilfelli er fjöldi þeirra spurn- MENNTAMÁL 146 inga, sem þeir gætu spurt af vili, fræðilega séð ótakmarkaður, en hvor um sig hefur t. d. aðeins tíma til að spyrja 40 spurninga. Ef við lítum á livort prófið um sig sem úr- tak, valið af handahófi úr ótakmörkuðum fjölda spurninga, sem allar prófa hið sama, er dreifing einkunnanna frá einu úrtaki til annars jjað, sem staðalvilla mælir. í raun- inni verður dreifingin miklu meiri, þar sem viðhorf kennarans hefur áhril á hvaða spurningar hann velur: einn getur lagt mest upp úr gerð persónanna og annar upp úr samtalsformum og máli. Þeir eru alls ekki að mæla J^að sama, jafnvel })ótt báðir kalli Jjað „mat á Hamlet.“ Af Jjessum ástæðum nær staðalvillan að- eins yfir lítinn hluta af þeirri einkunna- dreifingu, sem gera má ráð fyrir í reynd, en hún er alveg nógu mikil til Jjess að við vilj- um fá nokkrar einkunnir, óháðar liver annarri, áður en við ákveðum lokaeinkunn nemenda okkar. Staðalvillan segir til um, innan hvaða takmarka liægt sé að búast við, að einkunnir dreifist vegna tilviljunar i vali spurninga. Ef við bætum við þetta okk- ar eigin hlutdrægni í vali spurninga, heimskulegum mistökum okkar við samn- ingu þeirra og við einkunnagjöf, ásamt ytri aðstæðum, sem geta haft áhrif á möguleika nemenda til að svara spurningunum rétt, er augljóst, að einkunnadreifingin, senr við getum reiknað með að íá við tvö sjálfstæð próf á einhverju Jrví, sem kallað er sama nafni (t. d. „mat á Hamlet“) getur verið mjög ólík. Þó er ekki ástæða til að örvænta um að við finnum nokkurn tíma, hverjir nemenda okkar liafa náð meiri árangri en aðrir í náminu. Þar sem við kennum Jreim venjulega í lieilt ár, þurfum við aldrei að treysta á eitt einstakt próf, en getum prófað Jrá oft og metið á annan liátt. Hvert ein- stakt próf er eins og einstakur körfubolta- leikur, þar sem botnliðið getur unnið topp- liðið. En eftir heilt keppnistímabil mun hið raunverulega tojtplið vera í efsta sæti, og lélegasta liðið reka lestina.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.