Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Side 13

Menntamál - 01.08.1970, Side 13
umsjón með félagsstarfi og rnargs konar fram- taki hjá nemendum og kjósa nefndir til að ann- ast sérstaka málaflokka, svo sem útgáfu skóla- blaðs, skemmtanahald, menningar- og fræðslu- starfsemi og stundum agavandamál. Hvernig er kosið til nemendaráðanna? Eftir að komið er í 6. bekk velur liver bekkjar- deild fullLrúa og varafulltrúa í ráðið. Reynt er að tryggja að fulltrúinn njóti raunverulegs trausts í bekknum, m. a. með kosningafyrir- komulaginu. Séu rnargir frambjóðendur, eru kosningar endurteknar, jafnvel þangað til unnt er að kjósa milli tveggja. Oft eru haldnir kosn- ingafundir, þar sem einhverjir mæla með ákveðn- um mönnum, eða þá að frambjóðendur gera grein fyrir viðhorfum sínum. Fulltrúarnir lá svo tvö eintök af dagskrá fyrir hvern fund í ráðinu og eiga að kynna hana í sinni deild og gefa skýrslu að fundi loknum. Að lokum er skylt að geta þess að sums staðar hafa nemendaráð verið lögð niður, annaðhvort fyrir tilmæli skólastjóra eða nemenda, vegna þess að ekki tókst að gera þau virk í skólastarfinu. Þar sem bezt gengur, eru aftur á móti haldnir almennir nemenda- fundir með reglulegu miJlibili. Þeir eru eins konar æðsta vald i þeim málum sent nemenda- ráðin fjalla um, og þangað geta allir nemendur kornið og lýst skoðunum sínum. Þá væri fróðlegt að víkja að útbreiðslu og starfsemi skólabóliasafna? í Danmörku liafa skólabókasöfn lengi tíðkazt, og allir skólar liafa bókasöfn í einliverri mynd. Sérmenntaður kennari annast starfrækslu safns- ins og liefur venjulega aðstoðarmann. í dreifbýl- inu starfa sérstakir skþlabókaverðir og frá þeirn og ljæja- og sveitabókasöfnum kernur frumkvæði um ýmsa starfsemi. Víða starfa bókasöfn skól- anna i nánum tengslum við opinberu söfnin, sem lána skólunum bækur og bókaflokka og taka við nemendum, sem kennt er að nota stóru söfnin. 1 seinni tíð liafa ýmis önnur kennslu- gögn en bækur, svo sem lrljómbönd, skugga- nryndir og filnrur, verið tekin inn í skólabóka- söfnin. Notkunin innan skólans er fjölþætt. Víðast hvar eru til bekkjarsöfn fyrir frjálsan lestur. Kennarar geta fengið bækur unr ákveðin efni til umræðu og atlrugunar í bekk. Sérstök söfn í hverri grein eru í sérkennslustofum, og allvíða eru til handbókasöfn fyrir einstakar deildir. í skólabókasafninu er svo ákveðinn kjarni lrand- bóka og nreiri lráttar ritverka senr aldrei fara í útlán. Þorri bókanna er þó ætlaður til útlána og lrafa söfnin venjulega opið klukkutíma eftir að skóla lýkur fyrir þá starfsemi. Húsnæði skóla- bókasafnanna er líka notað sem lestrarsalur og einnig koma kennarar þangað með lreila bekki samkvæmt umtali við skólabókavörðinn, ýnrist til að nenrendur læri að notfæra sér bókasafn, eða vinna að einhverjum öðrum verkefnum. Þar sem liér er verið að byrja með framhalds- deildir við gagnfrœðaskóla, gæti verið fróðlegt að heyra um H F eksamen (H0jere Forberedelses- eksamen), tilganginn með prófinu og reynsluna af undirbúningsnáminu fyrir það. Lög voru sett unr H F prófið 1966 og var til- gangurinn að opna leið fyrir þá, senr lent höfðu inn á blindgötunr í skólakerfinu, opna nýja menntabraut, bæði fyrir þá senr ætluðu í kenn- araskóla og þá senr hygðu á annað framhalds- nánr í ýmsunr sérskólunr. Öllunr, senr hafa aflað sér nægilegs undirbúnings, er lreimilt að ganga undir prófið. Langflestir sem það þreyta hafa lokið sérstöku tveggja vetra undirbúningsnámi. í Kaupmannalröfn er haldið stórt ríkisnámskeið til að undirbúa nemendur fyrir prófið, en ann- ars fer slíkt nánr franr í sanrbandi við ýnrsa skóla, einkunr kennaraskóla og menntaskóla, alls staðar undir eftirliti menntamálaráðuneytisins. í nánr- ið er lrægt að konrast með mismunandi undir- búningsnrenntun, en flestir koma með real- eksamen eða 10. bekkjar próf. Aðsókn að þessu undirbúningsnámi er geysimikil. Færri komast að en vilja, og er nú orðið auðveldara að konr- ast inn í nrenntaskóla en undirbúningsnám fyrir H F prófið. Margir töldu að FI F prófið yrði einhvers konar annars flokks stúdentspróf, „den lille studentereksanren", en það lrefur ekki orð- ið þróunin. Gerðar eru nriklar kröfur strax í upplrafi undirbúningsnámsins. Kennslan ler raunar franr á menntaskólastigi, en án þeirra lrefða senr bundnar eru menntaskólunr. Reyndar MENNTAMÁL 127

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.