Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 31
o o o o o o kannske tímabært að færa hugtakið yfir á prófeinkunnir. Þá er fyrst að segja, að villu- frávikið er ekki reiknað á sama hátt í þess- um tveimur tillellum og er ekki neitt svip- að að stærð. Ef litið er í efnisyfirlit ein- hverrar byrjendabókar í tölfræði, er þar að finna a. m. k. fimmtán tegundir af staðal- villum: staðalvillu einkunna, meðaltals, mismunar, fylgni, hlutfalla o. s. frv. Þetta er allt reiknað sitt á hvern hátt og engar tvær niðurstöður eru eins. Staðalvilla með- altals er t. d. venjulega miklu minni en staðalvilla einstakrar einkunnar, hins vegar er staðalvilla mismunarins milli tveggja einkunna stærri en staðalvilla hvorrar eink- unnarinnar um sig. Samt er sama hugmynd að baki öllum staðalvillum. Hugsurn okkur, að einhver mæling væri endurtekin hundr- að sinnum og í hvert sinn reiknað út með- altal þeirra mælinga, sem komnar eru, þang- að til endurtekningarnar hættu að breyta meðaltalinu nokkra vitund. Það má líta á þetta meðaltal sem hina „sönnu“ niður- stöðu, hvort sem um er að ræða einkunn fyrir stafsetningu, meðaltal bekkjar, mis- mun milli tveggja bekkja, fylgni milli staf- setningar og greindar eða livað sem er ann- að. Nú væri liægt að raða öllum mælingum, sem meðaltalið by.ggist á, eftir stærð og marka af lægsta og hæsta sjöttung, og væru þá 2/3 hlutar mælinganna þar í milli. Þess- ir punktar, sem afmarka efsta og neðsta sjöttung, getum við sagt að séu einni stað- alvillu ofan við liið sanna meðallal og einni staðalvillu neðan við það. Síðan mætti halda áfram og finna þá punkta, sem af- marka 2i/2 °/o mælinga ofan og neðan frá, þ. e. hin miðlægu 95% af öllum mælingunum. Þessir punktar segjurn við að séu tveimur staðalvillum ofan við hið sanna meðaltal og tveimur staðalvillum neðan við það. Enn væru þó 5% mælinganna utan við þessa punkta; en innan takmarka tveggja staðal- villna í hvora átt frá meðaltali eru þó lang- flestar niðurstöðurnar. Það eru þó vandkvæði á að nota þetta hugtak við prófanir: aldrei er hægt að vera alveg viss um, hver hin „sanna“ stærð er, þar sem ekki er tími til þess í skólum að mæla saina eiginleika hundrað sinnum, og þótt það væri gert, mundi liann breytast svo við sjálfa mælinguna, að hann væri óþekkj- anlegur eftir. En tölfræðin leyfir okkur í flestum tilvikum að reikna staðalvillu við fyrstu prófun, og þá má segja, að möguleik- arnir séu 2 á rnóti 3, að talan, sem fæst við prófunina, liggi innan einnar staðalvillu frá hinni sönnu útkomu, og 95 á móti 100, að hún liggi innan tveggja. Næst ber þess að geta, að staðalvilla er ekki sama hugtak og „líkleg villa“, sent al- mennt var talað um fyrir mannsaldri síðan, en liún er byggð á sömu hugmynd um tak- mörk þeirrar dreifingar, sem orðið getur á niðurstöðum prófa fyrir hreina tilviljun og hvorri urn sig má breyta 1 liina. Aðal- ástæðan fyrir því, að „líkleg villa“ er ekki notuð lengur, er sú, að engin leið er til að reikna ltana út beint; fyrst verður að reikna tit staðalvillu og taka síðan u. þ. b. 2/3 hennar til að fá út „líklega villu“. Töl- fræðingar áður fyrr gerðu þetta af því að þeir álitu, að það væri auðveldara fyrir leik- menn að skilja þá liugmynd, að líkurnar væru 1:1 á því, að útkoman, sem fékkst, lægi innan einnar „líklegrar villu“ frá hinni sönnu útkomu, en að möguleikarnir væru 2:laðlrúnværi innan einnar staðalvillu. Við nánari athugun virðist í rauninni ekk- ert auðveldara að skilja fyrri hugmyndina en liina seinni, og það er heldur heimskulegt að halda áfrarn að vinna aukaverk í livert sinn sem reiknuð er mælingarskekkja til þess eins að auðvelda leikmönnum skiln- ing á niðurstöðunum, sem þó er vafasamt að sé gert. Nafnið „líkleg villa“ hljómaði óneitanlega betur 1 eyrum leikmanna, en þó er tvennt við það að atlniga. í fyrsta lagi er þessi tegund „villu" ekki „líkleg“, lnin er örugg. í öðru lagi gaí nafnið til kynna, að þetta mikil mistök liefðu orðið við fram- kvæmd prófsins. Ef einhver slík mistök eru MENNTAMÁL 145

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.