Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Síða 20

Menntamál - 01.08.1970, Síða 20
Skúli Þorsteinsson: Ávarp við setningu 21. fulltrúaþings S.I.B. Herra menntamálaráðherra, virðulegu gestir, góðir þingfulltrúar. Ég býð yður velkomna til 21. fulltrúaþings Sambands íslenzkra barnakenn- ara. Sérstaklega býð ég menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslason, velkominn, en hann ávarpar þingið nú við setningu þess. Ég þakka borgarstjóra Reykjavíkur, Geir f-Iall- grímssyni, fyrir þá rausn og vinsemd, sem hann sýnir jafnan þingum samtakanna. Þau hafa allt- af verið haldin í skólahúsnæði borgarinnar án endurgjalds og þingfulltrúar hafa þegið góðan beina hjá borgarstjórn. Þingfulltrúar fá starfsskýrslu stjórnarinnar síð- astliðið kjörtímabil með þingskjölum. Þar er getið þeirra mála, sem sambandsstjórn hefur haft til meðferðar. Eins og starfsskýrslan ber með sér, fer starfsemi sambandsins vaxandi ár frá ári og verður varla lengur hjá því komizt, að sam- bandið liafi starfsmann í fullu starfi. Félagar í Sambandi íslenzkra barnakennara eru nú 861, allir nteð réttindi til starfs í barna- skólum. Aðrir geta ekki orðið félagar. Fulltrúar, sem rétt eiga til setu á þessu þingi, eru 95. Aðal dagskrármálin eru tvímælalaust kennara- menntunin og launamálin. Sá ánægjulegi atburður skeði á þessu ári, að Skólarannsóknir og öll kennarasamtök landsins hafa sameinazt um útgáfu Menntamála. Skapast nú möguleiki til þess, að ritið geti gegnt hlut- verki sínu með meiri reisn en áður. Málgagn, sem kennarar á öllum skólastigum standa að, ætti í framtíð að geta orðið áhrifaríkt í þágu fræðslu og uppeldis. Einnig ber að fagna því, að framhaldsdeild Kennaraskóla íslands tók til starfa í vetur í breyttu formi, þar sem starfandi kennurum gefst kostur á fullkomnu ársnámi í kennslu afbrigði- legra nemenda með því að dreifa náminu á tvö ár. Á síðasta kjörtímabili hefur mikið verið rætt og ritað um fræðslumál. Einkum hefur mennt- un kennara verið á dagskrá. Mjög hefur verið deilt á ríkjandi ástand í fræðslumálum, oft með rökum og að réttu, en stundum hefur gætt van- þekkingar og stóryrða, sem ekki leysa neinn vanda. Það er ekki sannleikanum samkvæmt, að MENNTAMAL 134

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.