Menntamál


Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 23

Menntamál - 01.08.1970, Blaðsíða 23
Pálmi Jósefsson, heiðursfélagi Sambands íslenzkra barnakennara Á 21. fulltrúaþingi Sambands íslenzkra barnakennara 1970 var Pálmi Jósefs- son, fv. skólastjóri, kjörinn heiðursfélagi samtakanna. Pálmi er fæddur 17. nóv- ember 1898 á Finnsstöðum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði. Hann lauk gagnfræða- prófi á Akureyri 1917 og kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1923. Hann las eðlisfræði í George Heriot College í Edinborg 1930—31 og sótti þá einnig fyrirlestra í uppeldis- og sálfræði við Edinborgarháskóla. Pálmi var kennari í Saurbæjarhreppi 1917—21 og við Barnaskóla Reykjavík- ur frá 1923. Yfirkennari var hann við Miðbæjarskólann árin 1936—38 og 1945— 48. Skólastjóri var hann við sama skóla í fjarveru skipaðs skólastjóra frá árs- byrjun 1949—1954, en þá var hann skipaður skólastjóri og gegndi því starfi til ársins 1969 að hann lét af því sökum aldurs. Pálmi tók mikinn þátt í félagsstörfum kennara um fjölda ára og verður fátt eitt talið hér. Hann var mörg ár í útgáfunefnd ,,Menntamála“. í stjórn Sam- bands íslenzkra barnakennara var hann frá 1934—56, formaður í 2 ár og fé- hirðir í 20 ár. Hann átti sæti í stjórn B.S.R.B. 1945—48. Hann hefur verið full- trúi S.Í.B. í Ríkisútgáfu námsbóka frá 1956. Pálmi átti sæti í fræðslulaganefnd- inni 1936 og nefnd, sem samdi námsskrá fyrir barna- og unglingaskóla útg. 1960. Pálmi hefur skrifað kennslubækur fyrir barna- og unglingaskóla, sem hlotið hafa viðurkenningu og vinsældir, t. d. eðlisfræði, dýrafræði og heilsufræði. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti um menntun og störf Pálma Jósefsson- ar hefur hann helgað lífsstarf sitt fyrst og fremst kennslu og uppeldi. Hann hefur reynzt ágætur kennari og skólastjóri og verið traustur og farsæll forustu- maður stéttar sinnar. Pálmi er í eðli sínu hlédrægur og maður orðvar, en vegna óumdeildra verðleika komst hann ekki hjá því að vera valinn í forustu- sveit stéttar sinnar. Samband íslenzkra barnakennara þakkar Pálma Jósefssyni ágæt störf og fagnar honum sem heiðursfélaga. SKÚLI ÞORSTEINSSON MENNTAMÁL 137

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.