Menntamál - 01.02.1976, Blaðsíða 11
HauitiA 1969 midad við haustið 1968:
Skóli 3: 1 3. bekkur Nemendur samtals: 19
Skóli 3:2 4. bekkir Nemendur samtals: 45
Samtals 3 bekkir Nemendur alls: 64
Breytingar (viðbót) samtals yfir tveggja ára tímabil:
5 bekkir Nemendur alls: 118
Nú má ekki líta á þennan viðbótar nemenda-
fjölda sem hreina viðbót við upprunalega nemenda-
úrtakið vorið 1968 með tilliti til úrvinnslunnar þar
sem nemendur frá vori 1968 og einnig úr hópi við-
bótarnemenda „glötuðust" milli mælinga vegna
veikinda eða fjarveru þann dag sem mælt var.
Því er tilraunahópurinn og samanburðarhópur-
inn milli ára (mælinga) minni en heildartala nem-
enda sem svöruðu spurningaskrám.
Ef tala nemenda ein er látin gilda er heildar-
úrtakið (þ.e. fjöldi þeirra nemenda, sem svöruðu
a.m.k. einu sinni spurningaskrá) þetta:
Úrtak vorið 1968: Bekkir 33 Nemendur alls: 778
Viðbót 1968-69: Bekkir 5 Nemendur alls: 118
Bekkir alls: 38 (6 TB og 32 SB) Nemendur alls: 896
3. Staðsetning tónmenntartímans
Gerðar voru ákveðnar kröfur um staðsetningu
tónmenntartímans á stundatöflu tilraunabekkj-
anna. „Söngur“ varð ófrávíkjanlega að vera
kennslustund á venjulegum skólatíma nemenda og
þá helst annar tíminn á stundaskrá. Þó var sam-
þykkt að hafa söngtímann sem fyrsta eða síðasta
tímann á stundaskrá ef ekki var hægt að koma því
öðruvísi við. Tónmennt (söngur) var þvi alltaf í
tengslum við eða inni í fastri stundaskrá nemenda
tilraunabekkjanna en var ýmist svo eða ekki í sam-
anburðarbekkjunum eftir því sem venjuleg stunda-
skrá þeirra sagði til um.
Krafan um að hafa tónmenntartímana hjá til-
raunabekkjunum inni í eða við samfellda stunda-
skrá nemenda er sprottin af þeirri tilgátu að viðhorf
nemenda til greinar sem kennd er sem einangraður
tími á öndverðum skólatíma hlyti, að öðru jöfnu,
að vera neikvæðara en ef þessi kennslustund væri
hluti af reglulegum starfstíma nemenda, m.ö.o. að
meiri líkur væru þá á því að nemendur tækju tón-
mennt alvarlega og viðurkenndu gildi hennar sem
námsgreinar innan ramma hins daglega starfs.
4. Kennarar
Gerðar voru þær kröfur að sami tónmenntar-
kennari kenndi tilrauna- og samanburðarbekkjun-
um allt tilraunatímabilið og stóðst það í raun.
Einnig var vonast til þess að sem minnstar breyt-
ingar yrðu á skipan bekkjarkennara við tilrauna-
og samanburðarbekkina yfir tilraunatímabilið og
stóðst það einnig í raun með einni undantekningu.
5. Kennsla í tilraunabekkjunum
Tilraunin var í því fólgin að þessir 6 tilrauna-
bekkir fengu 3 tónmenntar(söng)tíma á viku við
þau skilyrði sem lýst er að ofan en samanburðar-
bekkirnir fengu einn tíma á viku eins og venja er til.
Yfirleitt var einn dagur á milli tónmenntartímanna
hjá tilraunabekkjunum (þ.e. mánud., miðvikud.
og föstud. eða þriðjud., fimmtud. og laugard.) en
á þessu voru þó nokkrar undantekningar. Þessir
þrír tímar voru samræmdir að nokkru með sér-
stökum undirbúningi og samstarfi kennaranna eins
og segir hér á eftir.
Miðað við venjulegar aðstæður voru því ákjósan-
leg skilyrði til tónmenntarkennslu í tilraunabekkj-
unum.
6. Námsefnið
Veturinn 1967-68 unnu þrírtónmenntarkennarar
ásamt greinarhöfundi að því að útbúa námsefni
fyrir tilraunabekkina.
Námsefnið var í eðli sínu ekki frábrugðið hefð-
bundnu námsefni í söng en áhersla var lögð á að
hafa það eins fjölbreytilegt og frekast var unnt.
Aðaláherslan var lögð á eftirfarandi:
a) Safnað var töluverðum fjölda nýrra sönglaga
og texta, sem ekki höfðu verið notuð fram til þessa
við söngkennslu, og þetta efni fjölritað.
b) Útbúnir voru hreyfingaleikir.
c) Útbúið var efni til að þjálfa ýmsa músíkalska
skynjunarþætti (heyrn og hryn) í sambandi við
sönglögin.
d) Teknar voru ákvarðanir um kennsluaðferðir
og þær samræmdar milli kennara.
Það verður að benda sérstaklega á að kennararnir
sem unnu að útbúnaði námsefnisins voru hinir
sömu sem tóku að sér tilraunakennsluna allt tíma-
bilið.
Þar sem námsefnið var tiltölulega fjölbreytt,
miðað við það sem áður var fyrir hendi, má vænta
þess að tilraunakennarar hafi einnig notað það að
einhverju leyti í samanburðarbekkjunum sem fengu
MENNTAMÁL
11