Menntamál - 01.02.1976, Page 12

Menntamál - 01.02.1976, Page 12
einn vikutíma, þ.e. kennslan hlýtur að hafa orðið betri og fjölbreyttari þar líka, þótt það hafi ekki verið tilgangurinn upprunalega, og e.t.v. gert sam- anburðinn ,,óeðlilegri“ en ella hefði verið þar sem tilraunabekkirnir og samanburðarbekkirnir myndu að öðru jöfnu reynast líkari. 7. Mælingar Mælingar voru gerðar á tilraunabekkjunum (TB) og samanburðarbekkjunum (SB) a) vorið 1968 (vorið áður en tilraunin hófst), b) vorið 1969, eftir fyrsta ár tilraunarinnar, og c) vorið 1970, eftir annað ár tilraunarinnar. Mælingarnar tóku til eftirfarandi þátta: 1. Vinsælda (stöðu) greinarinnar tónmennt (söng- ur) í samanburði við aðrar námsgreinar hjá TB og SB. Þar sem aðferðir við mælingar á vinsældum tónmenntar sem námsgreinar voru nákvæmlega þær sömu og notaðar voru í almennu bakgrunns- rannsókninni (nemendur voru spurðir um vin- sældir námsgreina í spurningaskrá), er þeim lýst nánar þar sem sagt er frá henni hér á eftir. 2. Námsárangurs (einkunna) í lestri og reikningi hjá TB og SB (sbr. yfírfærslu- og meðæfingartil- gátuna, sem lýst er hér að framan). Af óviðráðan- legum orsökum hefur ekki reynst unnt að vinna úr gögnunum varðandi þennan þátt rannsóknar- innar þegar þessi grein er birt. Ef unnt verður að ljúka þessum þætti munu niðurstöður verða birtar seinna í sérstakri grein. H. ALMENN RANNSÓKN Á STÖÐU NÁMS- GREINA í HUGUM NEMENDA Á NEÐRA STIGI BARNASKÓLANS Spurningin um stöðu tónmenntar leiddi til þess, að ýmsar viðbótarspurningar vöknuðu um stöðu annarra námsgreina. Upp úr tónmenntartilraun- inni óx því almenn bakgrunnsrannsókn á stöðu (vinsældum) námsgreina í hugum nemenda. Þetta gerðist m.a. vegna þess, að mjög lítið er vitað al- mennt um bakgrunn þess sem verið er að gera í skólunum. Ýmsar greinar eru kenndar, en við vitum í raun og veru lítið sem ekkert um viðhorf nemenda til þessara greina, um stöðu þeirra í „heimsmynd" nemenda. Almennar spurningar sem þessar vöknuðu: 1. Er skólinn skemmtilegur eða leiðinlegur í hug- um nemenda? 2. Taka nemendur vissar greinar fram yfir aðrar ? (Þ.e. spurning um innbyrðis vinsældir greinanna. þ.á.m. með tilliti til tónmenntar.) 3. Eru viðhorf nemenda til almennu námsgrein- anna önnur en til sérgreinanna ? 4. Breytist viðhorf nemenda til skólans almennt yfir árin? 5. Breytast viðhorf nemenda til einstakra náms- greina með árunum? 6. Er munur á öllu þessu milli skóla og milli einstakra bekkja innan skólans, sérstaklega þar sem nemendum er raðað í „betri“ og „verri“ bekki eftir lestrargetu og skólaþroskaprófi?1 Er munur á þessu eftir kynferði ? Þessari almennu bakgrunnsrannsókn er lýst nán- ar hér á eftir. Aðferðir og mælitæki Þar sem spurningaskrárnar sem notaðar voru fyrir tilraunina með aukna tónmenntarkennslu voru þær sömu og fyrir almennu bakgrunnsrann- sóknina (sú seinni óx úr þeirri fyrri) og úrvinnsla þessara spurningaskráa mjög svo hin sama í báðum tilvikum skal forlagningu þeirra og gerð lýst sam- eiginlega hér. Það skal tekið fram að allar spurningaskrár (bæði nemenda og kennara) voru forprófaðar í skólum sem ekki voru við tilraunina riðnir, til þess að athuga hvort þær væru gallaðar og hvort nemendur væru færir um að svara þeim (í sumum tilvikum voru nemendur það ungir (í 1. bekk) að þeir voru ekki læsir og varð því að lesa spurning- arnar fyrir þá). Eftir forprófun á spurningaskránum voru þær endurbættar og þeim breytt nokkuð. Þeim sem lögðu spurningaskrárnar fyrir voru gefin ná- kvæm fyrirmæli um hvernig ætti að gera það og tóku þessi fyrirmæli til smæstu atriða. Með því var verið að reyna að koma í veg fyrir að svör nemenda (og þar með árangur af mælingum) væru um of háð ytri staðháttum og tilviljunum. Spurninga- formið var vísvitandi eins einfalt og hægt var að hafa það: spurt var um hvort nemendum þætti meira gaman í einni grein en annarri og áttu þeir einfald- lega að strika undir þá grein, sem þeir hefðu meira 1 Víða er raðað í bekki eftir Iestrargetu og skólaþroskaprófi í bestu bekki, næstbestu bekki o.s.frv. Vitað er að þessi aðferð er mjög umdeild annars staðar, þar sem rannsóknir á forsendum og afleiðingum slíkrar röðunar hafa farið fram og leitt í Ijós mikið félagslegt misvægi (og misrétti) milli bekkja eftir „gæðamati" því sem lestrargeta og skólaþroski fela í sér. MENNTAMÁL 12

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.