Menntamál - 01.02.1976, Side 21

Menntamál - 01.02.1976, Side 21
óreglulega og slitrótta söngkennslu veturinn 1968- 9. Vorið 1968 er viðhorf nemenda í skóla 1 já- kvæðara til söngs en viðhorf nemenda í skólum 2-4; en viðhorf til annarra greina svipað. Ári seinna er viðhorf nemenda í skóla 1 til söngs neikvæðara en í skólum 2-4 og er sú skýring sennileg að óregluleg og slitrótt kennsla í söng hafi skapað neikvætt viðhorf til greinarinnar (nemendur missa sam- hengið). í reikningi, lestri og skrift er viðhorf nem- enda í skóla 1 nokkru jákvæðara en í skólum 2^1. (Um mismunandi frávik einstakra skóla frá „meðal- vinsældamynstri", sjá myndir 10A, B og C). Viðhorf 1. og 2. bekkja til lesturs bóka, leiks, tónlistar og sjónvarps í skólum 1 og 2-\ mælt 1968 er mjög svipað. 5. eining: „Sambærilegir“ skólar Niðurstöðurnar fram að þessu sýna að mis- munandi jákvætt eða neikvætt viðhorf nemenda (eða öllu heldur frávik frá meðalviðhorfi) til ýmissa námsgreina innan sama skóla eða milli skóla virðast helst ákvarðast af bekkjunum, þ.e. þeim kennslustíl sem ríkir í bekkjunum (kennaraáhrif), svo og sennilega „gæðaflokkun“ bekkjanna. Sú staðreynd að árgangar mismunandi skóla höfðu mismunandi viðhorf til ýmissa námsgreina gat einnig stafað af því að mismunandi fjöldi af námsgreinum var kenndur í hinum ýmsu skólum. Til þess að útiloka þessa breytu og til þess að ganga úr skugga um hvort mismunandi stundatöflur hjá sömu aldursílokkum í mismunandi skólum gætu haft áhrif á viðhorf nemenda til námsgreina var valin sú leið að finna fyllilega sambærilega nem- endahópa í mismunandi skólum hvað stundatöflur, þ.e. fjölda kennslugreina, varðar. Myndir 5A, 5B og 5C sýna viðhorf TB og SB í skólum 2 og 3 hjá 2. bekkjum 1968 (með sömu stundatöfiu) til ýmissa námsgreina. Þrátt fyrir sambærilega stundatöflu fyrir hópana í báðum skólum er munur á viðhorfi hópanna til flestra greina og má túlka þennan mun eins og áður á þann hátt að kennslustíll (kennaraáhrif) og bekkjarandi (,,bekkjargæði“) hafi hér áhrif. Alla vega er myndin flókin og margs konar áhrifa gætir. Það er því engan veginn hægt að segja að sambærilegir skólar (hvað stundatöflu snertir) sýni sömu mynd hvað snertir hlutfallsleg viðhorf nem- enda til hinna ýmsu námsgreina, þ.e. að samræm- ing á stundarskránni einni sé sterkasta aflið sem ráði ferðinni. Breytingar á viðhorfum þessara hópa MENNTAMÁL 21

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.