Menntamál - 01.02.1976, Síða 25

Menntamál - 01.02.1976, Síða 25
megnað að breyta viðhorfi nemenda til þessarar greinar; hneigðin (trend) er sú sama; áhuginn á greininni dvínar yfír árin. Varast skyldi að túlka muninn á viðhorfum TB og SB út frá þessum línu- ritum þar sem engin leið er að segja til um hvort munurinn er marktækur eða ekki. Það eina sem með vissu má segja er að aukin kennsla í tónmennt hefur ekki haft nein áhrif á nemendur í þá átt að skapa jákvæðara viðhorf hjá þeim gagnvart grein- inni. Þessar athyglisverðu niðurstöður hljóta að vekja menn mjög til umhugsunar og má draga af þeim ýmsar skólapólitískar ályktanir. Forsvarsmenn hinna ýmsu námsgreina hafa oft haldið fram að tímafjöldinn á viku, sem ein grein fær úthlutað á stundatöflu, hafí afgerandi þýðingu um árangur námsins. Myndin virðist fíóknari en þetta: Marg- földun tímanna, sem slíkra, í einni grein án inn- taksbreytinga (þ.e. án endurnýjunar námsefnis og nýrra miðlunaraðferða) virðist geta haft neikvæð áhrif á viðhorf nemenda til greinarinnar. Hún getur orðið tilgangslítil eða tilgangslaus í þeirra augum. Vafalaust er vikulegur tímafjöldi í hinum ýmsu kennslugreinum þáttur sem skiptir máli og senni- lega mætti með ýmsum aðferðum fínna einhverjar tölur fyrir kennslumagn einstakra greina sem leiðir til besta árangurs að öðru jöfnu. Hins vegar eru námssamskipti svo flókið fyrirbæri að leita þarf mjög margháttaðra og margþættra skýringa á því við hvaða skilyrði nemendur ná bestum náms- árangri. Á því leikur enginn vafí að tímafjöldinn einn er ekki afgerandi, heldur eru það þættir eins og gerð námsefnisins, kennsluaðferðir, virkni nem- enda o.m.fl., sem koma inn í myndina. Má því m.a. álykta að nemendur sjái ekki tilgang þess að læra lög og ljóð utanbókar og einnig að þeir hafi lítið gaman af því að læra nótnalestur og nótnaskrift (,,tónfræði“) miðað við óbreyttar kennsluaðferðir. Bæta má við þeirri tilgátu að ef kennsluaðferðum væri breytt verulega, nemendur væru virkari á skapandi hátt og meira tillit tekið til sérstakra þarfa nemenda í þessari grein, miðað við þroskaskeið þeirra, hefði neikvætt viðhorf þeirra til þessarar greinar sennilega ekki farið svona ört vaxandi, heldur hefði áhugi þeirra á tónmennt (söng) senni- lega fylgt sama meginlögmáli og í öðrum greinum, þ.e. farið almennt dvínandi yfir árin eða jafnvel staðið í stað miðað við aðrar greinar. Önnur ástæðan fyrir þessum niðurstöðum getur verið sú sem þegar hefur verið minnst á hér i upp-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.