Menntamál - 01.02.1976, Síða 27

Menntamál - 01.02.1976, Síða 27
9. eining: Viðhorf árganga í öllum skólum saman- lagt Mynd 9 sýnir það sama og mynd 8, nema hér eru sýnd viðhorf nemenda í öllum skólum samanlagt yfir 3 ár. Einnig hér sker átthagafræði sig úr í 3. bekk (1970). 10. eining: Frávik einstakra skóla frá meðalgildi Myndir 10A, 10B og 10C sýna frávik einstakra skóla frá meðalgildi viðhorfa allra skólanna saman- lagt í 2., 3. og 4. bekk (1968-70). Skóli 4 er helst frábrugðinn hinum skólunum og meðalgildi skól- anna í því að viðhorf til reiknings er frekar nei- kvætt miðað við hina skólana, en viðhorf til lesturs frekar jákvætt (yfir öll árin). í þessum skóla var námsefni Agnete Bundgaard kennt í stærðfræði/ reikningi og er í sjálfu sér athyglisvert að viðhorf nemenda skuli vera tiltölulega neikvæðara til þess- arar greinar (a.m.k. fyrstu 2 árin). Hins vegar bendir jákvætt viðhorf nemenda gagnvart lestri til þess að sérstök lestrarkennsluaðferð sem notuð var í þessum skóla hafi verið mjög jákvæð og árangurs- rík (dæmi um jákvæð áhrif kennsluframboðs og kennsluaðferða). Áberandi jákvætt viðhorf til leikfimi í skóla 4 árið 1970 miðað við hina skólana skýrist e.t.v. með því að árið 1969 var engin leikfimi kennd í 3. bekkjum þess skóla og því er leikfimi ný grein 1970 sem virðist verða vinsæl á kostnað annarra greina, þ.á.m. tónmenntar sem hafði verið töluvert vinsæl grein árið áður. Eins og áður hefur komið fram er áberandi hversu teikning er vinsæl grein í skóla 3 árið 1970 miðað við hina skólana og má helst heimfæra þennan mun á lífrænar kennslu- aðferðir í teikningu í þessum skóla. Kennaraspurningaskrár Vorið 1968, áður en tilraunin með aukna tón- menntarkennslu hófst, var lögð löng og ítarleg spurningaskrá fyrir alla bekkjakennara hinna fjög- urra skóla, bæði tilrauna- og samanburðarbekkja, alls 29 kennara. 65 spurningar voru á listanum og fjölluðu þær aðallega um sérgreinarnar en einnig um ýmsa aðra þætti. Spurningarnar mætti flokka á eftirfarandi hátt: 1. Ýmsar upplýsingar um kennarann. 2. Upplýsingar um kennarann með tilliti til áhuga og viðhorfa hans á sérgreinum. 3. Upplýsingar um mat kennarans á áhuga og viðhorfum nemenda til ýmissa sérgreina. MENNTAMÁL 27

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.