Menntamál - 01.02.1976, Page 38

Menntamál - 01.02.1976, Page 38
það upp að vera lengur í skólanum en jafnaldra félagarnir sem fá frí á meðan. Nemendur tilrauna- bekkjanna gætu því litið á þessa aukalegu söng- tíma sem refsingu. Ef töflu 5 er skipt niður eftir kynferði kemur alls staðar í ljós sá marktæki munur sem getið var um hér að framan (við 1% mörkin). Tafla 6 sýnir þenn- an mun, bæði fyéir tilrauna- og samanburðarbekk- ina (eingöngu nei-atkvæðin í % sýnd). TAFLA 6: Samanburður á viðhorfum ncmenda til söngs eftir kynferði Yngri hópur (8 og 9 ára) M1 8 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 26.9 13.3 31.3 10.6 M2 9 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 53.9 3.7 43.1 16.6 M3 9 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 60.0 29.2 38.0 20.6 Eldri hópur (9 og 10 ára) M1 9 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 58.6 18.4 45.2 12.3 M2 10 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 69.4 22.2 58.3 8.3 M3 10 ára Tilraun Samanb. Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur 77.5 35.0 52.2 16.2 Nei-atkvæði piltanna eru í öllum tilfellum hærri en nei-atkvæði stúlknanna. Þar að auki eru nei- atkvæði samanburðarhópsins yfirleitt alltaf lægri en nei-atkvæði tilraunahópsins. Þessi munur eykst frá mælingu til mælingar og er mestur í síðustu mælingu. T.d. í mælingu M3 yngra aldurshópsins svara 60% pilta úr tilraunahópnum (29.2% stúlkna) með nei, en aðeins 38% pilta (20.6% stúlkna) svara með nei í samanburðarhópnum. í mælingu M3 elðra aldurshópsins eru hlutföllin 77.5% (35%) á móti 52.2% (16.2%). Ef þessari þróun er fylgt eftir niður í einstaka bekki einstakra skóla, kemur fram enn marglitari mynd og enn athyglisverðari breytingar milli mælinga. Sveiflurnar milli mælinga eru reyndar einnig fyrir hendi hjá samanburðarbekkjunum en ekki eins áberandi og hjá tilraunabekkjunum, hvorki hjá piltum né hjá stúlkum. Hér eru 2 dæmi (nei-atkvæði í % gagnvart söng): 1) Skóli 4 M1 9 ára M2 10 ára M3 10 ára P S P S P S Bekkur X (tilraun) 21.4 6.3 63.6 0.0 100.0 64.7 Samanb. hópur sama skóla 39.0 3.4 34.3 22.2 45.5 16.2 M.ö.o. nei-atkvæði pilta í tilraunabekknum fimmfaldast milli tveggja skólaára (frá M1-M3), frá 21.4% til 100%, og nei-atkvæði stúlkna tífaldast, frá 6.3% til 64.7%! í samanburðarhópnum er um mun minni sveiflur að ræða. MENNTAMÁL 38

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.