Menntamál - 01.02.1976, Qupperneq 40

Menntamál - 01.02.1976, Qupperneq 40
stundaskrá sína en fá ekki að sleppa neinu í stað- inn. Svo kann að vera að þeim hafi þótt þetta vera refsing, meðan jafnaldrar þeirra fengu frí úr skól- anum urðu þeir að vera í viðbótartónmenntar- tímum. 2. Tónmennt (söngur) var ekki metin til prófs i öllum skólunum eða a.m.k. ekki reiknuð til aðal- einkunnar. Meðan skólar nota próf og einkunnir sem ytri námshvata og ögunartæki, þ.e. skapa meðvitað og ómeðvitað aðhald með einkunnagjöf, þá setja nemendur grein sem ekki lýtur sömu lög- málum skör lægra og viðurkenna hana e.t.v. ekki, einmitt af þessum orsökum. Með vissu má segja að sumum spurningum um viðhorf nemenda til námsgreina hafi verið svarað, en vafalaust er mörgum ósvarað enn. Því væri mikil þörf á frekari rannsóknum á þessu sviði, sér- staklega rannsóknum sem ná dýpra og gefa svör við spurningum um félagslegar og sálfræðilegar orsakir fyrir viðhorfamynstri nemenda til náms- greina og skólahalds yfirleitt. Þótt aðeins hluti af þeim tilgátum sem varpað hefur verið fram hér til túlkunar á niðurstöðum þessarar rannsóknar hafi við rök að styðjast, hljóta þær samt sem áður að vekja menn til um- hugsunar um eðli, gerð og tilgang skólahalds eins og það er framkvæmt í dag. Skólapólitískar afleiðingar slíkrar umhugsunar gætu orðið þær að sú úttekt og þær breytingar á námsgreinum skólans qg á ríkjandi kennsluháttum sem nú er verið að vinna að verði til þess að skapa inntakslegar og skipulagslegar breytingar sem færa skólann nær lífinu og gera námsreynslu nemenda forvitnilegri og tilgangsríkari og auka þar með við- fangsgleði þeirra. V. VIÐBÆTIR Hér á eftir kemur yfirlit yfir þær spurningaskrár sem lagðar voru fyrir nemendur og kennara í sam- bandi við tónmenntartilraunina og almennu bak- grunnsrannsóknina. Alls eru þetta 6 spurningaskrár. I skrám Nr. i og 2 er spurt um viðhorf nemenda til námsgreina borið saman við aðrar námsgreinar (nefnt A-form héraðframan). SkráNr. 1 varfyriryngrinemendur, þ.e. upp að 3. bekk, en skrá Nr. 2 fyrir eldri nem- endur, frá 4. bekk. í skrám Nr. 3 og 4 er spurt um viðhorf nemenda til námsgreina án samanburdar við aðrar náms- greinar (nefnt B-form hér að framan). Skrá Nr. 3 var fyrir yngri nemendur en skrá Nr. 4 fyrir eldri nemendur. Skrár Nr. 5 og 6 eru kennaraspurningaskrár. Skrá Nr. 5 var sú fyrri (vorið 1968) og er hér einungis birt úrtak úr henni (24 af 65 spurningum). Skrá Nr. 6 er seinni kennaraspurningaskráin (lögð fyrir vorið 1969) og er hún birt hér í heild. SPURNINGASKRÁ (NR. 1) Yngri nemendur Hvort þykir þér meira gaman að: 15. föndri (handavinnu) — reikningi? 1. reikningi eða lestri ? 16. lesa bækur leika þér? 2. skrift leikfimi ? 17. leikfimi söng? 3. lestri föndri (handavinnu)? 18. lestri skrift? 4. átthagafræði reikningi ? 19. átthagafræði leikfimi? 5. söng hlusta á tónlist? 20. skrift föndri (handavinnu)? 6. leika þér horfa á sjónvarp? 21. söng reikningi? 7. föndri (handavinnu) — söng? 22. lesa bækur horfa á sjónvarp? 8. lestri átthagafræði? 23. leikfimi reikningi ? 9. reikningi skrift ? 24. horfa á sjónvarp — hlusta á tónlist? 10. átthagafræði föndri (handavinnu)? 25. föndri (handavinnu) — leikfimi? 11. hlusta á tónlist lesa bækur? 26. söng átthagafræði ? 12. átthagafræði skrift? 27. lestri lesa bækur? 13. lestri leikfimi ? 28. hlusta á tónlist leika þér? 14. skrift söng? 29. söng lestri? MENNTAMÁL 40

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.