Menntamál - 01.02.1976, Qupperneq 43
B3 Eruð þér fylgjandi því, að sérgreinarnar séu
a) felldar inn í (eða við) samfellda stundaskrá nemenda?
b) utan við samfellda stundaskrá nemenda ?
B4 Ef þér álítið, að í spurningu B3 gildi ekki hið sama um allar sérgreinarnar, hvaða sérgrein(ar) ætti
þá að yðar mati að fella inn í (eða við) samfellda stundaskrá nemenda?
a) leikfimi
b) handavinnu (smíði)
c) tónlist (söng)
B5 Finnst yður sérgreinatímarnir, hvort sem þeir eru felldir inn í (eða við) samfellda stundaskrá nem-
enda eða ekki, hafa einhver áhrif á athygli, einbeitni og námsáhuga nemenda bekkjarins?
B6 Ef svo er, finnst yður þessi áhrif
a) jákvæð (almennt séð) ?
b) neikvæð (almennt séð) ?
B7 Álítið þér, að valfrelsi (kjörgreinar) milli sérgreinanna (handavinna (smíði), föndur, teikning,
tónlist (söngur)) ætti að koma til á barnaskólastigi ?
C1 Finnst yður afstaða bekkjarins í heild vera fremur jákvæð eða neikvæð gagnvart einhverri ákveðinni
sérgrein ?
C2 Ef svo er, gagnvart hvaða grein er afstaðan jákvæð ?
a) leikfimi
b) handavinnu (smiði, föndri)
c) tónlist (söng)
C3 Gagnvart hvaða grein er afstaðan neikvæð ?
a) leikfimi
b) handavinnu (smíði, föndri)
c) tónlist (söng)
D1 Látið þér nemendur yðar stundum syngja lag í tímanum?
D2 Ef sérgreinin tónlist (söngur) er felld inn í (eða við) samfellda stundaskrá í yðar bekk, eru þá einhver
merki þess, að bekkurinn hlakki til þessa tíma í næsta tíma á undan ?
D3 Finnst yður bekkurinn koma fremur
a) ánægður og hress i næsta tíma á eftir ?
b) órór og leiður í næsta tíma á eftir?
D4 Álítið þér, að
a) fjölga ætti kennslustundum í tónlist (söng) í barnaskólum ?
b) fækka ætti kennslustundum í tónlist (söng) í barnaskólum?
c) núverandi fjöldi kennslustunda í tónlist (söng) sé hæfilegur?
E1 Álítið þér það kost eða galla, að sérgreinakennarinn (leikfimi, handavinna o.fl.) sé yfirleitt sér-
hæfður í sinni grein og kenni engar aðrar greinar?
E2 Álítið þér sérgreinakennarana
a) jafnvel undirbúna undir starf sitt og almennu kennarana?
b) betur undirbúna undir starf sitt en almennu kennarana ?
c) verr undirbúna undir starf sitt en almennu kennarana?
E3 Mynduð þér telja það gagnlegt, ef Kennaraháskóli íslands veitti öllum almennum kennurum ein-
hverja starfsmenntun í sérgreinunum í viðbót við almenna kennaranámið ?
E4 Mynduð þér telja það gagnlegt, ef Kennaraháskóli íslands veitti öllum sérgreinakennurum nokkra
almenna kennaramenntun / vidbót við sérgreinanámið ?
E5 Álítið þér heppilegast, að undirbúningur almennu kennaranna undir starfið verði áfram með sama
sniði og undanfarin ár?
MENNTAMÁL
43