Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 4

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 4
2 VORIÐ dómkirkjunni í fagurrauðu skikkj- unum með tandurhreinar hvítar svuntur framan á sér. „Hvernig getið þið vitað það?“ sagði stærðfræðlkennarinn, „aldrei hafið þið séð engil.“ „Jú, víst höfurn við gert það, reyndar aðeins í draumi,“ svöruðu börnin, og stærðfræðikennarinn setti upp þykkjusvip, því að honum var ekki um það gefið, að krakka væri að dreyma. Eina nóttina flaug litil svala yfir borgina. Vinir liennar voru fyrir löngu flognir til Egyptalands, en hún hafði orðið eftir, því að hún var ástfangin af yndisfríðum ilm- reyr. Hún hafði komist í kynni við hann um vorið, þegar hún var að fljúga niður með ánni og eltast við litskrúðugt fiðrildi. Hún liafði orð- ið svo hrifin af fallegum vexti hans, að hún hafði staldrað við og yrt á hann. „Á ég að láta mér þykja vænt um þig,“ sagði svalan, sem hafði engar mætur á málalengingum, en ilm- reyrinn hneigði sig'djúpt og hirð- mannlega. Svalan flaug því kring- um hann, sveif síðan niður að vatn- inu við árbakkann, svo að vængirn- ir strukust við vatnið og mynduðu silfurlitaða gára á yfirborðinu. Þannig vottaði hún ást sína, og til- hugalífið stóð fram eftir öllu sumri. „Þetta er hlægilegt vinfengi," kvökuðu hinar svölurnar, „hann er eignalaus með öllu og auk þess á hann fjölda af snauðum ættingj- um,“ og ef satt skal segja, var hrein- asta hersing af ilmreyr þarna við ána. Þegar svo haustið gekk í garð, flugu þær allar út í buskann. Eftir að þær voru farnar, fór henni að leiðast, og hún tók að þreytast á unnustanum. „Hann er laus við að vera ræðinn," sagði hún, „og ég er hrædd um, að hann sé ekki við eina fjölina felldur, því að hann er alltaf að daðra við goluna.“ Því er heldur ekki að neita, að þegar golan straukst fram hjá, hneigði ilmreyr- inn sig að hofmannasið. „Ég viður- kenni, að hann er heimaelskur, en ég hef gaman af ferðalögum og sá, sem ég giftist, ætti að hafa yndi af því líka.“ „Viltu koma með mér í burtu héðan,“ sagði hún við hann að lok- um, en ilmreyrinn hristi höfúðið. Hann var svo elskur að heimili sínu. „Þú hefur verið að leika þér að tilfinningum mínum", hrópaði hún. „Eg fer þegar í stað suður til pýramídanna í Egyptalandi. Vertu sæll!“ og hún flaug leiðar sinnar. Hún flaug allan liðlangan daginn, og þegar dagur kom að kveldi, kom hún til borgarinnar. „Hvar á ég að gista?“ sagði hún. „Eg vona, að borgarbúar hafi gert ráðstafanir til að veita mér sæmilegar viðtökur". Þá kom hún auga á standmyndina á háa fótstallinum. „Hér ætla ég að setjast að. Hér

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.