Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 23
V O R I Ð
JÓH. ÓLI SÆMUNDSSON:
Rennslustandin
Leikendur þrír.
Leikurinn gerist úti.
PERSÓNUR: Tóti, Rikki, Binna.
TÓTI: Nú skulum við koma í ein
hvern leik. Viljið þið það ekki?
Mér finnst svo óttalega leiðin-
legt að hanga svona alltaf og gera
ekki n’eitt, sem vit er í.
hlNNA: Jú, jú, Tóti. Við skulum
leika okkur við þig. 'Þú ert alltaf
svo fundvís á skemmtilega leiki.
Komdu, Rikki!
KlKKI: Hvað viltu? Stendur eitt-
hvað til hjá ykkur? Ætlið þið nú
máske að fara að koma því á að
gifta ykkur,’ skötuhjúin?
KlNNA: Skammast máttu þín,
Rikki, hvernig þú lætur ævin-
lega. Þetta er að snúa út úr og þú
veizt, að það er ekki fallegt. Viltu
þá ekki koma í leik við okkur?
1 ÓTI: Við látum liann þá bara
eiga sig.
RlKKI: Ég hef aldrei sagt, að ég
vildi ekki koma í leik með ykkur.
Auðvitað vil ég það, ef nokkuð
verður varið í leikinni.
HlNNA: Jæja, Tóti. Eigum við
ekki að fara að byrja? Hvaða leik
varstu að hugsa um?
TÓTI: Mér datt í hug, að við lékj-
um skóla. F.itt okkar gæti verið
kennarinn, eða við öll til skiptis.
Svo hefðnm við kennslustundir í
ýmsum námsgreinum.
RIKKI: Þetta gæti nú verið býsna
gott. Það yrði okkur ef til vill til
einhvers gagns í skólanum.
BINNA (hrifin): Auðvitað verður
það okkur til gagns. En hvað
þetta verður ágætur leikur!
TÓTI: Þá er að koma sér saman
um námsefnið, og því næst ákveð-
um við kennarann.
BINNA: Mér finnst alveg sjálfsagt,
að sá byrji að vera kennari, sem
fann upp leikinn. Hvað finnst
þér, Rikki?
RIKKI: Það er ekki nema sann-
gjarnt. Raunar eru kennararnir
oftast nær kjörnir eftir hæfileik-
um.’en við getum nú seinna tekið
þá til greina.
TÓTI: Ég vil að Rikki sé fyrst
kennari. Það hefur ekkert af okk-
ur verið hæst á bekkjarprófi,
nema hann. Það er því réttast, að
hann byrji.
RIKKI: Nei, byrja þú. Uppá-