Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 34

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 34
32 V O R I Ð BRÉFAVIÐSIÍIPTI. Við óskum eftir að koniast í bréfasamband við börn einhvers staðar á landinti. (Æskilegur aldur innan sviga): Guðmundur Erlings- son, Syðra-Velli, Flóa (13—15 ára). Kristín Bjarnadóttir, Blönduósi (12 — 16 ára dr. eða st.). Guðrún Anna Sigurjónsdóttir, Blönduósi (14—16 ára). ísabella Theódórsdóttir, Blönduósi (13—14 ára). María Erla Eðvaldsdóttir, Stöpum, Vatnsnesi (17 ára). Marsibil Sigríður Eðvalds- dóttir, Stöpum Vatnsnesi (15 ára).- Það skal fram tekið, að óskir um bréfaviðskipti verða aðeins teknar til greina frá kaupendum iritsins. GAMAN OG ALVARA. HANN FÉKK MÁLIÐ AFTUR. Maður nokkur átti páfagattk, sem var ó- venju næmur og var alltaf sítalandi. Hafði maðurinn páfagaukinn í dagstofu sinni og hafði af honum mikla skemmtun. Dag nokk- urn hafð'i páfagaukurinn sloppið tir búri sínti fram í eldhús. Var eldabuskan að sjóða skelfisk, cn hafði skroppið frá og sett skcl- fiskinn á eldhúsbórðið. Varð páfagauknum á að setja skelfiskinn niður af borðinu, svo að hann lá eins og hráviði út um allt gólf. í því kom eldabuskan aðvffandi, sá verksum- merkin, reiddist ákaflega, þreif ausu með sjóðandi vatni og skvetti því á páfagaukinn og sendi honum tóninn um leið: „Nú, svo þú hefur kornizt í skelfiskinn, skömmin þínl" I’áfagauknum varð bylt við, og það sem verra var, sjóðheitt vatnið brenndi hann svo illi- lega, að hann varð nauðasköllóttur. Eftir það fékkst ekki upp úr honum orð. Liðtt svo inargir mánuðir og eigandinn var farinn að lialda, að páfagaukurinn hefði alveg misst málið. Þá vildi svo til, að maður nokkur kom að Tinna hann og var boðið inn í dagstofuna, þar sem páfagaukurinn var. ■ Maðurinn var bersköllóttur, og þegar páfagaukurinn kont auga á hann, hoppaði hann upp og skrækti: „Nú, svo þú hefur komizt í skelfiskinn, skönnuin þín! Nú, svo þú liefur komizl í skelfiskinn, skömmin þínl" Og eftir það tók hann aftur sína fyrri gleði og talaði engu minna en áðttr. „Má ég óska yður til hamingju með tví- burana, hr. prófessor? Voru það drengir eða stúlkur?" „Ja, ég held að annað sé drengur og liitt stúlka, en |>ó gelur vel verið, að það sé alveg öfugt." Margir menn og dýr verða fyrir miklum áhrifum af veðrinu, þegar loftvogin brcytist snögglega. Pegar loftvogin stígur, ertt þessir menn ánægðir og rólegir, en cf hún fellur, verða þcir æstir og skapvondir. Mjög tilfinn- inganæmt fólk getur fengið höfuðverk og þjáðst af svefnleysi nokkra daga, áður en óveður kcmtir. Á hverjum degi dælir hjarta mannsins 20.000 lítrum af blóði gegnum æðar, sem erti samtals 20.000 metrar að lengd. VORIÐ tímarit fyrir börn og unglinga. Koma út 1 hefti á ári, minnst ?f2 síður hvert hcfti. Argangurinn kostar kr. 5.00 og greiðist fyrir 1 maí. Utgcfendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon. Páls Brieros- götu 20 Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstr. 12, Akureyri. Prcntverk Odds Björnssonar.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.