Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 12

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 12
10 V O R I Ð staðar og hlusta. — Grátur heyrist í fjarska). K.: Hvað er þetta? HERF.: Já, hvað er þetta? K.: Þær gráta allar. Skyldi einhver vera dáinn? HERF.: Já. Skyldi einhver vera dá- inn? K.: Góði, kallaðu á drottninguna. HERF. (hneigir sig. Gengur aftur á bak út. Kemur að vörmu spori með drottningunni, sem grætur). K.: Hvað er þetta? D. (kjökrandi): Hvað er hvað? K.: Hvers vegna grátið þið? D.: Við erum svo hryggar. K.: Af hverju eruð þið hryggar? D.: Af því. K. (önugur): Af hverju, segi ég? D.: Af því bara. K.: Hvenær ætlið þið að hætta þessu grátkveini? D. (blíð): Ætlarðu ekki að gefa mér nýja kórónu? K.: Nú, svoleiðis! D. (enn blíðari): Ætlarðu ekki að gera það, góði minn? K. (ákveðinn): Nei. D.: Þá grátum við allt okkar líf. K.: Grenjið þið bara! (Rýkur út til vinstri, en drottning til hægri, grátandi). T j a 1 d i ð. 4. ÞÁTTUR. (Þulur kemur fram fyrir tjaldið): Kóngurinn hugsaði málið. Hann kaílaði á herforingja sinn. (Tjaldið dregið frá. Kóngur er á gangi. Herforingi kemur inn. Heilsar að hermanna sið). HERF.: Er stríð? K.: Já, eins konar stríð. HERF.: Herinn er tilbúinn. K.: Látum hann koma. HERF. (snýr sér við og blæs í lúð- ur, sem hangir um öxl hans. Átta hermenn korna inn í röð (2 og 2), smella hælum og heilsa. K.: Komið með mér. (Þeir ganga allir innar á sviðið. Grátur heyr- ist í fjarska). K. (bendir): Þarna eru óvinirnir, heyrið þið til þeirra? HERF.: Við heyrum talsvert. K.: Þið verðið að sigra. I. HERM.: Við erum hraustustu hermenn í heimi. K.: Viðbúnir þá! HERF.: Eigum við að skjóta? K.: Nei. HERF.: Hvað eigum við þá að gera? K.: Þið eigið að gráta. ALLIR HERM.: Ha? Ha? Ha? K.: Þið eigið að gráta hærra en óvinirnir. ALLIR HERM.: Nú! Nú! Nú! K.: Ætlið þið að láta óvinina verða duglegri að gráta? ALLIR HERM.: Nei, nei! Alls ekki! K.: Þið hljótið að geta grátið! HERF.: Já. Engir hermenn í heimi geta grátið hærra. K.: Viðbúnir þá!

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.