Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 3
06 O
V<rf
VORID
Oscar Wilde:
Konungssonurinn
hamingjusami
Á geysiháum stalli var standmynd
af konungssyninum hamingj usama
og gnæfði hátt yfir borgina. Hann
var allúr logagylltur, því að hann
var næfraður þynnum úr skíru
gulli; í augnastað hafði hann tvo
leiftrandi fagurbláa safíra, en stór
og glaestur roðasteinn glóði á með-
alkaflanum á sverði því, er hann
var gyrtur.
Það lék ekki á tveirn tungum, að
hann vakti aðdáun meðal borgar-
búa. „Hann stendur ekki að baki
vindhana á kirkjuturni að fegurð-
inni til,“ sagði einn bæjarstjórnar-
fulltrúinn, sem gjarna vildi fá orð
á sig fyrir að bera gott skynbragð
á listir; ,, en hann kemst ekki til
jafns við vindhanann að nytsemi,“
bætti hann við, því að hann var
hræddur um, að sér yrði brugðið
um óhagsýni, en því fór víðs fjarri,
að hann kynni ekki skil á slíkum
efnum.
„Hvers vegna getur þú ekki tekið
konungssoninn hamingjusama þér
til fyrirmyndar," sagði skynsöm
móðir við drenghnokkann sinn,
sem heimtaði þá ólíklegustu hluti.
„Aldrei lieimtar hann neina fjar-
stæðu.“
„Mér þykir vænt um, að einhver
er þó til hér í heimi, sem er ham-
ingjusamur að öllu leyti,“ tautaði
fyrir munni sér vonsvikinn maður,
sem virti fyrir sér hina glæsilegu
standmynd.
,Hann lítur út eins og engill,“
sögðu börnin úr munaðarleysingja-
skólanum, þegar þau komu út úr