Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 17

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 17
V O R I Ð 15 var að taka við bókinni til að lesa á hana, veitti ég því athygli, að kenn- arinn færði stólinn frá hurðinni, en fór svo að láta stelpuna lesa. Við drengirnir héldum áfram að hnota- hítast, en í laumi þó að rnestu. Ekki leyndi sér þó, að kennarinn var far- inn að veita okkur athygli, en æs- ingin var nú orðin svo mögnuð í okkur, að við klipum nú hvor í annan og ískruðum eitthvað, svo að stelpan, sem var að lesa, leit snöggv- ast upp úr bókinni. Þá vissum við ekki fyrri til, en kennarinn reis á fætur, opnaði hurðina, greip sinni hendinni í öxl hvors okkar drengj- anna og hóf okkur á loft. Ekki sagði hann eitt einasta orð, en svipurinn var þungbúinn. Stelpurnar göptu af undrun, en við titruðum af ótta og skelfingu. Athöfnin skipti reyndar ekki löngum togum. Við svifum í loftinu og lágum sam- stundis á gólfinu lengst frammi í baðstofu. Ekki þorðum við að æpa, en eitthvað kenndum við til um leið og við komum niður, og hátt söng í gólffjölunum, það man ég. Hurðin skall að stöfum með braki og brestum og lestrartíminn hélt áfram inni í Suðurhúsinu. Imba gamla „hallinkjamma" var ;ið enda við að þvo baðstofugólfið, þegar óveðrið skall á. Hún varð svo hrædd og hissa, þar sem hún stóð í haðstofudyrununr með gólfrýjuna í hendinni, að ég lreld áreiðanlega, að það lrafi rétzt til lrálfs úr hálsin- um á henni, rneðan hún horfði á þessi ósköp. Svo fór hún að hugga þann píslarvottinn, sem bar sig aumlegar og fór með hann fram í búr .til húsfreyju. Það var nú sarnt ekki ég. Nei — ónei. Ég harkaði af nrér og skreið upp í rúnrið, sem var rétt franran við Suðurlrússþilið. Þil- ið var pinfalt, svo að ég lreyrði það, senr franr fór, í gegnum það. Ég reyndi að láta ekki á neinu bera, þó að ég kenndi dálítið til í öxlinni. Meðan Jrau luku við kennslustund- ina í Suðurlrúsinu, hafði ég nrér til dægrastyttingar að taka éftir Jrví, hvenær stelpurnar lásu skakkt. Þá runrdi alltaf ónotalega í kennaran- unr, svo að ég ,,heyrði“ nærri því lrvernig stelpugreyin kipptust til af lrræðslu. Það var þó ofurlítil hugg- un, að mér fannst. Nú konr Hallinkjamma gamla og rétti nrér kringlubita og sykur- nrola. Sessunautur rninn birtist í dyrunum fyrir aftan hana. Hann var búinn að brynna nrúsunum, eða a. m. k. hættur og reyndi að bera sig vel. í næsta tíma var allt rólegt. Ég lreld nærri Jrví, að ekkert okkar hafi Jrorað að líta í áttina til gluggans, hvað þá nreira. „Jæja, lrvernig falla þér nýju tennurnar?" „Sænrilega vel. En Jrær eru nú lé- legar til að tyggja nreð, en alveg ágætar til að lesa með.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.