Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 27

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 27
V O R I Ð 25 TÓTI: Nei, Binna, ég veit ekki mikið. Ég veit lítið, en mig lang- ar til að vita meira. RIKKI (ákafur): Það langar mig líka! Hann pabbi verður að fá sér svona bók. TÓTI: En ég var enn ekki alveg búinn. Það er líka til önnur teg- und af sykri, reyrsykurinn. Hann er unninn úr háyaxinni jurt, sem vex við heitara loftslag. Hún heitir sykurreyr. Hún er til bæði vestan hafs og austan, í heit- tempruðu beltunum og hitabelt- islöndunum. ÉINNA: Er það líka einhvers kon- ar rófutegund? T()TI: Nei. Sykurvökvinn er pressaður úr stönglum reyrsins og síðan farið með sírópið á lík- an hátt og áður. RlKKI: Sírópið! Hvaða síróp? rÓTI: Gleymdi ég að segja ykkur, hvað vökvinn er kallaður? BÆÐI: Já. EÖTI: Hann heitir einmitt síróp. RlKKI: Eg hef bragðað síróp. BINNA: Ég hef líka borðað síróps- kökur. TÓTI: Vitið þið hvar eyjan Jama- ica er? RIKKI: Hún er suður i höfum, ein- hvers staðar nálægt Mexíkó. ÉÓTI: Já, hún er í Karabíahaf- inu. Þar vex gríðarmikið af syk- urreyr. Negrarnir þar vinna mjög að sykurgerð úr honum. Annars er unnið að sykurgerð víðs vegar um lieim. Langar ykk- ur til, að ég segi ykkur meira um sykuriðnaðinn? RIKKI: Já, blessaður segðu okkur meira. TÓTI: Ég held að ég fari nú samt að hætta núna. Bæði er ég ekki viss um, að ég muni nógu vel um sykuriðnaðinn, nema með því að biðja pabba að segja mér meira úr stóru bókinni sinni. BINNA: Hví lestu ekki sjálfur í henni? Vill pabbi þinn ekki lána þér hana sjálfum? RIKKI: Skilurðu ekki, að bókin er á útlendu máli? BINNA (við Tóta): Er það, Tóti? Er alfræðibókin á útlenzku? TÓTI: Já, því er nú ver, að hún er á dönsku. Annars myndi ég áreið- anlega geta sagt ykkur meira, en pabbi getur ekki alltaf verið að lesa í henni fyrir mig. En ég er búinn að heita því, að þegar ég er búinn í barnaskólanum, þá ætla ég að læra ensku og dönsku, til þess að geta lesið góðu bæk- urnar, sem ekki eru til á íslenzku. RIKKI (ákalur)‘ Það ætla ég að gera líka. BINNA: Og ég líka. TÓTI: Já, það gerum við öll. En nú látum við kennslustundina vera búna. Bráðum höfum við annan tíma, og þá verður Rikki kennarinn. RIKKI: Eigum við ekki heldur að reyna öll að vera kennararnir?

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.