Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 24
22
V O R I Ð
stungumaðurinn fyrst. Það mun
vera reglan.
BINNA: Já, Tóti minn. Þú. . . .
RIKKI (grípur fram í): Hvað átt
þú í honum ennþá, nema ekki
neitt? Ég vil setja þá reglu til að
byrja með, að við séurn ekki að
gera leik til þess að brjóta það
boðorðið, sem bannar okkur að
seilast með eignarréttinn lengra
en góðu hófi gegnir.
BINNA: En að heyra þessa siða-
vendni! Við skulum nú heldur
snúa okkur að leiknum. Er ekki
sjálfsagt, að Tóti byrji?
RIKKI: Hann byrjar auðvitað.
TÖTI: Jæja, það er þá nokkuð
sama, hver byrjar. Við höfum
það þá þannig, að ég byrja.
Hérna á hólnum er flatur steinn.
Hann er ágætt að liafa fyrir kenn-
araborð. Sæti má búa til með
öðrum steinum minni.
BINNA: Já, já!
RIKKI: En hvað er nú að segja um
námsefnið? Hvað á það að heita?
TÓTI: Ég hef hugsað mér að taka
sykurinn í fyrsta tímanum. Hvað
segið þið um það?
BÆÐI: Það er fyrirtak!
RIKKI: Mér þykir bara verst, að
ég veit eiginlega ekkert. um bless-
aðan sykurinn, og þykir mér
hann þó góður.
TÓTI: Við byrjum þá.
BINNA: Nei, heyrðu! Er ekki eftir
að útbúa skólaborðin Iianda nem-
endunum?
TÖTI: Jú, en við getum gert það
snöggvast. Verkefni er hér nóg.
(Þau hlaða upp borð og bekki úr
torfi og grjóti).
RIKKI: Þetta er mitt borð. Hér sit
ég.
TÓTI: ög svo situr Jrú hérna,
Binna. Nú getum við byrjað.
BINNA: Já, já.
TÓTI (gengur að kennaraborðinu.
Setur sjg í stellingar): Jæja, börn-
in góð. Þið munið sjálfsagt vel
eftir því, sem þið hafið ævinlega
með kaffinu ykkar. Er ekki svo?
BINNA: Jú, jú.
RIKKI: Ég bragða aldrei kaffi,
nem!a á jólunum og hef þá mest-
megnis brauð með því.
TÖTI: Eitthvað vænti ég, að þú
hafir fleira með því. Læturðu
ekkert út í það? Eitthvað, sem
rennur?
BINNA: Jú, sykurmola.
RIKKI: Bjössi vinnumaður lætur
ævinlega sex mola í'sinn bolla og
stundum sér á hrúguna upp úr
bollanum hans.
TÖTI: Nú er ekki alltaf hafður
molasykur. Stundum er sykurinn
mulinn. Hvað nefnist hann þá?
BINNA: Strausykur.
RIRRI: Steyttur sykur.
TÓTI: Sumir kalla hann líka strá-
sykur’, eða sáldsykur. Líklega er
bezt að nota strásykursnafnið. En
nú snúum við okkur að mola-
sykrinum, því að hann mun vera
algengastur. Vitið þið nokkuð