Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 32

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 32
30 VORIÐ í Bjarnarfirði, milli Svanshóls og Klúku, er gjá eða lægð, er ber sama nafn og er sagt, að maður nokkur, Svanur að nafni, er búið hafi á Svanshóli, hafi farið til sjó- róðra norður í Kaldbaksvík og hafi, er hann var að fara á milli, farið í gegnum fjallið og hafi nöfnin á gjánum orðið til af því, en þar mun hann hafa átt að koma út. Katrín Sigurðardóttir, Klúku, Bjarnarfirði. * Pennastöngin og blýanturinn. Einu sinni var pennastöng og blýantur. Þau voru í sama hólfi í pennastokk, en hálfleiddist. Allt í einu segir blýanturinn: „Eigum við ekki að dansa svolítið, það er svo dauft hérna?" „Jú, kannske svolít- ið,“ sagði pennastöngin feimin. Svo byrjuðu þau að dansa, en eftir litla stund kom einhver gráleitur ná- ungi á hendingskasti, svo að þau námu staðar. Þetta var strokleðrið. „Æ, æ, nú er hann Nonni að hlaupa í skólann, því að hann er orðinn of seinn,“ sagði strokleðrið. „Hver er Nonni?“ spurði penna- stöngin, sem var nýkomin. „Strák- urinn, sem á töskuna og allt, sem í henni er og einnig okkur,“ sagði blýanturinn. „Já, nú man ég það. Hann ætlaði að láta mig skrifa bréf fyrir sig, sem þurfti að komast í póstinn í dag," sagði pennastöngin. „Á ég ekki að hjálpa þér við það?“ spurði blýanturinn. ,,Og ég líka," sagði strokleðrið. „Jú, þá verð ég fljótari," sagði pennastöngin. En nú gátu þau ekki talað saman leng- ur, því að Nonni var kominn í skól- ann og var byrjaður áð reikna. Hrafnhildur Kr. Jónsdóttir. * Lítil saga. Ég var í sveit í fyrrasumar vestur í Skagafirði. Ég fór stundum með kýrnar ujop í fjall. Kýrnar voru venjulega reknar upp að klettastalli, sem heitir Kýr- hólh Einu sinni sem oftar fór ég með kýrnar. Það var leiðinlegt veð- ur og þoka. Þegar ég var á heim- leið, datt ég unr stein, og þegar ég rís upp, styð ég hendinni rétt iijá hóffari, en tek þá eftir einhverju iðandi og þegar ég fór að gá betur, þá sá ég að þar voru tveir hrossa- gauksungar. Ég fór að gá að mömmu þeirra, en ég sá hana ekki. Ég hélt nú áfram. Þegar ég kom niður að túngirðingunni, þá sá ég hvar lá dauður hrossagaukur. Þeg- ar ég kom heim var klukkan ekki nema hálf átta. Ég jarðaði nú hrossagaukinn á litlum bletti, sem var girtur og ég hafði jarðað þar marga fleiri fugla. Þegar ég var bú- in að skilja mjólkina, fór ég upp í fjall, þar sem hreiðrið var. Af því að ég hafði hlaðið stein- um í haug, þekkti ég staðinn. Þeg- ar ég nálgaðist hreiðrið, fór ég ósköp hægt til þess að hræða ekki ungana. Þeir voru einir eins og í

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.