Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 11

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 11
V O R I Ð 9 K.: Er það? D.: Ég þarf að fá nýja kórónu. K.: Það er dýrt. D.: Þú ert svo ríkur. K.: Nei, ég er bláfátækur. D.: En ég verð að fá nýja kórónu. K.: Þú verður bara að notast við þá gömlu. D.: Nei. K.: Jú. D. (önuglega): £g reiðist. K.: Þú um það. D.: Ég verð alveg óhuggandi. K.: Gerir ekkert til. D. (reið): Þú ert harðstjóri. K. (horfir upp í loftið): Býsna gott veður í dag. D. (stendur upp, slær í pilsin og strunsar út, segir um leið): Sveil T j a 1 d i ð. 2. ÞÁTTUR. (Þulur kemur frarn fyrir tjaldið): Drottningin hugsaði málið. Hvað átti hún að gera til þess að fá nýja kórónu? — Hún kallaði á hirðmeyj- ar sínar. (Tjaldið dregið frá. Drottningin stendur ein inni. Hún hringir bjöllu, sem hún heldur á. — Hirð- dáma kemur inn. Hún heldur í pilsin, hneigir sig). HIRÐD.: Hvað þóknast yðar há- tign? D. (hvíslar í eyra hennar). HIRHD. (fram): Mikið voðalega er drottningin í æstu skapi í dag. (Gengur að hurðinni, kallar): Hirðmeyjar! Hirðmeyjar! Komið hingað. (8 hirðmeyjar koma inn í röð. Hneigja sig og raða sér í kringum drottningu). D.: Grátið með mér, hirðmeyjar! ALLAR: Ha! Ha! D.: Grátið hátt, svo að það heyrist! I. HIRÐM.: Er einhver dáinn? D.: Nei, en þið eruð óhuggandi. II. HIRÐM.: Er það satt? D.: Já. III. HIRDM.: Finnum við til? D.: Já, afskaplega, sorgin bítur hjarta ykkar. IV. HIRÐM.: Bítur hún fast? D.: Já, voðalega fast. V. HIRÐM.: Ég gæti bezt trúað, að mér væri farið að líða hálf illa. D.: Það er auðvitað. VI. HIRÐM.: Ég finn til verkjar. D.: Vesalingur. VII. HIRDM.: Ég kvelst. D.: Nú, ég trúi því. VIII. HIRÐM.: Mér er illt! D.: Það er ósköp eðlilegt, því að við erum allar svo sorgbitnar, og nú skulum við gráta. Einn, tveir, þrír. (Þær gráta allar). T j a 1 d i ð. 3. ÞATTUR. (Þulur kemur fram fyrir tjaldið): Kóngurinn var á gangi í hallar- garðinum með herforingja sínum. — Hann heyrði mikinn hávaða — gekk nær og hlustaði. (Tjaldið dregið frá. Kóngur og herforingi eru á gangi. Þeir nema

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.