Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 6
4
VO.RIÐ
við borð. Andlit hennar er magurt
og þreytulegt, og hendur hennar
eru rauðar og hrjúfar af ótal stung-
unr eftir nálina, því að hún er
saumakona. Hún er að sauma blóm
í silkikjól handa hinni fegurstu af
hirðmeyjum drottningarinnar, en í
honum ætlar hún að vera á næsta
hirðdansleiknum. í rúmi úti í horni
á lierberginu liggur litli drengurinn
hennar veikur. Hann er með hita-
sótt og er að biðja hana um gló-
aldin. Móðir hans á ekkert handa
honúfn nema vatn úr ánni, og þess
vegna. græturhann. Svala.svala, litla
svala, vilt þú ekki færa henni roða-
steininn úr meðalkaflanum á sverð-
inu mínu? .Fætur mínir eru fastir
við fótstallinn og ég get ekki hreyft
mig' úr stað.“
,,Það er beðið eftir mér í Egypta-
landi,“ sagði svalan. „Vinir mínir
erú að fljúga fram og aftur við ána
Níl og hjala við lótusblómin. Von
bráðar ganga þeir til hvíldar í graf-
hýsi hins fornfræga konungs. Þar
hvílir konungurinn í liinni mynd-
skreyttu kistu sinni. Hann er sveip-
aður gulu líni og líkaminn smurð-
ur kryddsmyrslum. Um hálsinn hef-
ur hann festi úr fölgrænum gim-
steinum og hendur Iians eru sem
visin lauf.“
„Svala, svala, litla svala,“ sagði
prinsinn, „viltu dvelja hjá mér eina
kvöldstund og vera sendiboði
minn? Drengurinn er svo þyrstur
og móðir lians svo döpur.“
„Ég held mér geðjist ekki að
drengjum," svaraði svalan. „Heima
í fyrra, þegar ég dvaldi niður við
ána, lögðu tveir óþægir strákar, syn-
ir malarans, það í vana sinn að
henda í mig grjóti. Þeir hæfðu mig
vitanlega aldrei; við svölurnar er-
um leiknari í flugi en svo, og auk
þess er ég komin af ætt,- sem hefur
sérstaklega mikið orð á sér fyrir
flugfimi, en sarnt sem áður verður
þetta athæfi að teljast virðingar-
skortur.”
En konungssonurinn hamingju-
sami var svo dapúr í bragði, að sval-
an kenndi í brjóst um hann.
„Það er ósköp kalt hérna,“ sagði
hún, „en ég ætla að dvelja hjá þér
eina nótt og vera sendiboði þinn.“
„Þakka þér fyrir, litla svala,“
sagði prinsinn.
Svalan tók því roðasteininn stóra
úr sverði konungsssonarins og flaug
með hann í nefinu yfir húsaþökum
borgarinnar.
Hún fór frarn hjá dómkirkju-
turninum, sem var skreyttur högg-
myndunr af englum úr drifhvítum
marmara. Hún fór fram hjá höll-
inni og heyrði dansinn duna í söl-
um hennar.
Fögur mær konr út á svalirnar
með unnusta sínum.
„En hvað stjörnurnar eru dásam-
legar,“ sagði liann við hana, „og
hversu undursamlegur er máttur
ástarinnar!"
„Ég vona, að kjóllinn minn verði