Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 21

Vorið - 01.03.1946, Blaðsíða 21
VORIÐ Þegar ég varð drukkinn Þegar ég var sex ára að aldri, átti ég góðan vin og leikbróður. Alla daga vorum við saman að leika okk- ur. Við lékum okkur bróðurlega, hvor að annars leikföngum, og kæmi það fyrir, að öðrum okkar væri gefið eitthvert sælgæti, skipt- um við því jafnt, eins og góðir bræður. Einn blíðviðrisdag um sumarið kemur leikbróðir minn heim til mín og biður mig að finna sig. Auð- séð var, að liann hafði einhver góð tíðindi að segjq. Ég fór út með honum. Þegar við komum út fyrir húsið, segir hann: „Komdu með hérna niður í naustið, þá skal ég sýna þér nokk- uð.“ Þegar ofan í naustið kom, geng- tir leikbróðir minn að holu í naust- veggnum og dregur þar út flösku, og þessi flaska var nærri því hálf af herjum, svörtum, fallegum berjum, en ber fundust mér eitthvert liið hezta sælgæti. Ég atliugaði ekkert, hvaðan, né á kvern hátt, berin voru fengin, en við settumst niður og fórum að i'eyna að hella berjunum úr flösk- unni í lófa okkar. Ekki gekk það sem bezt, berin vildu loða við I löskuna, því að þau voru blaut, þó náðum við þeim smátt og smátt, og upp í okkur fóru þau öll. Ekki fundust mér berin góð, og vökvinn, sem á þeim var, reyndist bragðsterkur og vondur. Eftir litla stund fór leikbróðir minn að verða ör og kátur, fór að hlæja eins og kjáni og láta alls kon- ar fíflalátum, og eins var um mig. Mér virtist höfuðið á mér verða svo heitt og þungt. Nú stóðum við upp úr naustinu og löbbuðum af stað. Fyrir ofan naustið var stórþýft tún. Þegar við komum í þýfið, fundum við, að við vorum miklu óstyrkari og valtari á fótunum en venjulega. Við steypt- umst á höfuðið ofan af hverri þúfu. „Ósköp er hausinn á mér þung- ur,“ sagði leikbróðir minn. „Mér finnst líka höfuðið á mér vera stórt og þungt,“ sagði ég. Við leiddumst nú um stund til þess að styðja hvor annan, en við duttum samt, og okkur leið illa. Loks kom okkur saman um, að við værum fárveikir og þyrftum að fara í rúmið, kom okkur því saman um, að livor skyldi halda heim til sín. Ég staulaðist nú áfram heim á leið. Alltaf varð líðanin verri og verri. Nú fór ég að fá ógleði mikla,

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.