Vorið - 01.06.1949, Page 18

Vorið - 01.06.1949, Page 18
56 VORIÐ Óli og Sólrún sögðu þeim nú alla söguna. „Það er bezt, að Óli litli verði alltaf hjá okkur, fyrst hann á engan pabba og enga mömmu, við eigum hvort sem er engan lítill dreng,“ sögðu mamma og pabbi Sólrúnar. Þið getið hugsað ykkur, hvað Óli litli varð glaður, nú var hann búinn að eignast pabba og mömmu. Sólrún litla var líka ákaflega glöð. Nú var hún búin að eignast lítinn bróður, sem gat leikið sér við hana. Óli litli og Sólrún léku sér ávallt saman í fallega garð- inum. Þau gáfu litlu fuglunum brauðmola og korn að borða og voru alltaf góð við þá. Svo gættu þau líka undur vel að litlu, fallegu blómunum. Á leikvellinum.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.