Vorið - 01.06.1949, Page 32

Vorið - 01.06.1949, Page 32
70 VORIÐ kveðju frá Pétri klæðskerans, við liöfum ekki séð neinn óvin.“ Borgarbúarnir urðu nú æ efa- Ijlandnari, og æ fleiri voru dæmdir til dauða, svo að félögum Péturs og Marteins fjölgaði. Svo kom að því, að borgarbúar gerðu uppreisn. Þeir sáu nú, að það hlaut að vera satt, að Pétur og Marteinn og allir hinir væru lif- andi, og að engir óvinir væru þarna ytra. Múgurinn þyrptist til hallarinnar og krafðist þess, að kóngurinn og hermenn hans gengju í fararbroddi, svo kæmi hitt fólkið á eftir, ef ekkert kæmi fyrir. Kóngurinn var mésta gunga og þótti þetta afleitt, en hann varð að láta undan. Og nú lögðu kóngur- inn og hermennirnir af stað, skjálf- andi á beinunum. Við hinn endann á göngunum stóðu Pétur, Marteinn og allir hinir, því að fuglarnir höfðu sagt þeiin, hvað gerzt hefði inni í borginni. Þeir liöfðu aldrei á ævinni skemmt sér betur, en þeg- ar þeir sáu hermennina koma dauð- hrædda og hikandi, og kónginn, sem var ennþá hræddari. Kóngurinn var svo feginn, þegar hann sá Pétur, að hann faðmaði hann að sér. Hraðboði var sendur inn í borgina til að segja öllu fólk- inu að koma út, og svo var haldin veizla í grængresinu og skóglend- inu í þrjá daga. Borgin var rifin niður smámsam- an, því að þar vildi enginn búa. KURTEISI Heima: Hjálpaðu foreldrum þín- um fúslega. Vertu hlýlegur við systkini þín. Gættu þess, að vera þolinmóður, hógvær og umburð- arlyndur. Varastu að láta þig ganga fyrir öðrum. Gjörðu þitt ýtrasta til að vera foreldrum þín- um til gleði. 1 skólanum: Sýndu kennurum virð- ingu. Hjálpaðu þeim með lipurð og hlýðni. Fylgdu reglum skól- ans. Vertu stundvís og skyldu- rækinn. Skemmdu ekki borðin, og haltu bókum þínum hreinuin og snotrum. Vertu þokkalega klæddur og hreinn. Leyfðu aldr- ei, að neinum sé refsað í þinn Svo mikið efni fékkst úr múrnum, að það entist í hús handa hverju heimili og auk þess stóra höll handa kónginum. Kóngurinn réð þannig fyrir heilu ríki nú, í stað- inn fyrir einni borg áður. Pétur og kóngsdóttirin fengu hálft kóngsrík- ið, og það var nú ekki nema sann- gjarnt. Loks varð Pétur kóngur yfir öllu landi og hlaut nafnið Pétur hinn liugprúði, og naut mikillar aðdáunar, því að engum datt nokk- urn tíma í hug, að nokkurn tíma liefði neitt verið til, sem þyrfti að óttast. Ragnar Jóhannesson þýddi.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.